Umhverfis- og orkustofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. á Álfsnesi. Gert er ráð fyrir heimild til áframhaldandi urðunar á allt að 38.000 tonnum af úrgangi á ári, þ.á.m óvirkum spilliefnum út árið 2030. Heimilt er að starfrækja hreinsistöð fyrir hauggas frá urðunarstaðnum. Heimilt er að nota óvirkan úrgang við daglegan- eða endanlegan frágang urðunarreina og hreint kurlað timbur samhliða jarðvegi og steinefnum við endanlegan frágang urðunarreina. Heimilt er að gera tilraunir með endurnýtingu á úrgangi í samráði við eftirlitsaðila Umhverfis- og orkustofnunar.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun (uos@uos.is) merktar UOS2506145, og verða þær birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfis- og orkustofnun með slíkt erindi sem fyrst.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. desember 2025.







