Umhverfis- og orkustofnun auglýsir áform um veitingu bráðabirgðaheimildar til Stolt Sea Farm Iceland hf. á Reykjanesi vegna landeldis á senegalflúru og gullinrafa.
Stolt Sea Farm Iceland hf. óskaði eftir bráðabirgðaheimild til að hægt verði að halda áfram starfsemi á meðan endurskoðun starfsleyfisins er í vinnslu. Fyrirséð er að ekki náist að gefa út starfsleyfi áður en framlenging núgildandi leyfis rennur úr gildi. Umhverfis- og orkustofnun er heimilt skv. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að uppfylltum skilyrðum.
Athugasemdafrestur við auglýsinguna er til og með 25. júní 2025. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið uos@uos.is merktar UOS2506195.