Hvað viltu finna?
Fréttir og viðburðir
Fleiri fréttir
8. júlí 2025
Nýjungar á vefnum
Í upphafi árs tók Umhverfis- og orkustofnun við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Samhliða því var nýr vefur, uos.is, settur í loftið til að halda utan um sameiginleg málefni stofnunarinnar. Við höfum nú stigið næsta skref í vefþróuninni með uppfærðum og endurbættum vef sem býður upp á ýmsar gagnlegar nýjungar, auk þess sem hann hefur fengið ferskt útlit og nútímalegri ásýnd. Vinnan fór fram í samstarfi við vefstofuna Visku. Meðal helstu nýjunga: Yfirlit efnis tengt stofnuninni – þú getur nálgast allt okkar efni á einum stað, jafnvel þótt megnið af því sé vistað enn um sinn á vefum forvera okkar. Heildstæð leit – þú getur leitað í fréttum, opinberum birtingum og öðru efni á vefnum, auk þess sem við vísum í efni af öðrum vefum stofnunarinnar. Samskiptaform – ef þú átt erindi við stofnunina hvetjum við þig til að nota þar til gert form á vefnum, sem hjálpar þér við að koma erindinu í réttar hendur. Viðburðayfirlit – allar helstu upplýsingar um viðburði á vegum stofnunarinnar má nú finna á einum stað. Staða loftgæða – loftgæði í Reykjavík og á Akureyri eru sýnileg á forsíðu vefsins auk vísunar í mælistöðvar um land allt. Vefurinn er annars í stöðugri þróun og við tökum fagnandi ábendingum um það sem mætti bæta. Efni á vefum forvera okkar verður svo fasað út á næstu mánuðum og fær þá nýtt heimili á vef stofnunarinnar.
Um stofnunina

8. júlí 2025
Styrkir til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum
Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum: Hreinorku vörubifreiðar (N2 eða N3) Hreinorku hópbifreið (M2 eða M3)

4. júlí 2025
Skert þjónusta 21. júlí - 1. ágúst
Á tímabilinu 21. júlí - 1. ágúst 2025 verður lágmarksþjónusta við afgreiðslu erinda hjá Umhverfis- og orkustofnun. Við hvetjum þau sem þurfa að setja erindi í farveg að gera það fyrir eða eftir þetta tímabil.
Um stofnunina

2. júlí 2025
Raforkueftirlitið birtir uppgjör tekjumarka Landsnets fyrir árið 2024
Raforkueftirlitið
Landsnet
Opinberar birtingar
Eldri birtingar2. júlí 2025
Umsókn um starfsleyfi – Hið Norðlenzka Styrjufelag ehf.
Umsókn um starfsleyfi
Hið Norðlenzka Styrjufelag
Skoða
1. júlí 2025
Útgáfa nýtingarleyfis á grunnvatni fyrir Arnarlax á Gileyri, Vesturbyggð
Nýtingarleyfi
Arnarlax
Skoða
1. júlí 2025
Útgáfa virkjunarleyfis fyrir Suðurdal ehf. vegna Folaldahálsvirkjunar
Virkjunarleyfi
Suðurdalur
Folaldahálsvirkjun
Skoða
30. júní 2025
Útgáfa bráðabirgðaheimildar fyrir Stolt Sea Farm Iceland hf. á Reykjanesi
Stolt Sea Farm Iceland hf.
Bráðabirgðaheimild
Skoða
Loftgæði
Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um mælingar á gæðum þess lofts sem við öndum að okkur og miðlar þeim í gegnum til þess gert vefsvæði.
Opna loftgæðavefAð læsa...
Að læsa...
Orkubúskapur
Aðrir vefir stofnunarinnar

Upplýsingar um efnamál, eftirlit, haf- og vatnsmál, hringrásarhagkerfi, leyfi, loftgæði og loftslagsmál.

Upplýsingar tengdar náttúruauðlindum og orkuskiptum, auk upplýsinga um Raforkueftirlitið og Orkusjóð.

Rauntímamælingar og spá um loftgæði á landinu.

Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og ætlað að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

Upplýsingar um úrgangsmál fyrir heimili og rekstraraðila.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.

Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis, orku- og loftslagsráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir til ársins 2027.

Yfirlit um þá starfsemi sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur samþykkt skráningu fyrir. Sótt er um skráningu á Island.is.