Hvað viltu finna?
Fréttir og viðburðir
Fleiri fréttir
8. júlí 2025
Styrkir til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum
Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum: Hreinorku vörubifreiðar (N2 eða N3) Hreinorku hópbifreið (M2 eða M3)

4. júlí 2025
Skert þjónusta 21. júlí - 1. ágúst
Á tímabilinu 21. júlí - 1. ágúst 2025 verður lágmarksþjónusta við afgreiðslu erinda hjá Umhverfis- og orkustofnun. Við hvetjum þau sem þurfa að setja erindi í farveg að gera það fyrir eða eftir þetta tímabil.
Um stofnunina

2. júlí 2025
Raforkueftirlitið birtir uppgjör tekjumarka Landsnets fyrir árið 2024
Raforkueftirlitið hefur lokið uppgjöri tekjumarka Landsnets fyrir árið 2024. Tekjumörk setja sérleyfisfyrirtækjum í flutningi og dreifingu raforku mörk varðandi leyfðar tekjur og útgjöld. Tekjuheimildir Landsnets voru vanteknar um 44.424 þús.kr. fyrir almenna notendur og ofteknar um 858.645 þús.kr. fyrir stórnotendur. Við árslok 2024 voru uppsafnaðar vanteknar tekjur Landsnets: -8,3% af tekjumörkum fyrir almenna notendur (634.195 þús.kr.) -8,5% af tekjumörkum fyrir stórnotendur (1.046.331 þús.kr.) Fyrir almenna notendur getur þetta leitt til hækkunar á flutningsgjaldi í framtíðinni í þeim tilgangi að bæta upp fyrir vanteknar tekjur. Fyrir stórnotendur er aftur á móti líklegt að flutningsgjöld lækki til þess að leiðrétta ofteknar tekjur. Markmið að tryggja skilvirkni Markmiðið með setningu viðmiðunarútgjalda er að ná fram hagræðingu og skilvirkni í rekstri sérleyfisfyrirtækjanna. Á hverju ári fer svo fram uppgjör fyrir nýliðið ár þar sem bókhald sérleyfisfyrirtækja er borið saman við sett tekjumörk. Bókhald vegna tekjumarka fylgir raforkulögum en er þó að miklu leyti hliðstætt ársreikningum sérleyfisfyrirtækjanna. Setning tekjumarka 2021-2025 Tekjumörk miðast nú við setningu tekjumarka 2021-2025 sem eru meðaltal útgjalda á tímabilinu 2015-2019, uppfærð með vísitölu neysluverðs og launavísitölu ásamt afskriftum og leyfðri arðsemi af fastafjármunum og veltufjármunum. Gjaldskrár raforkuflutnings, sem notendur greiða, taka annars vegar mið af tekjumörkum og hins vegar kerfisþjónustu og flutningstöpum. Ný setning tekjumarka fyrir flutningsfyrirtækið tekur gildi 15. september 2025 og mun byggja á meðaltal útgjalda flutningsfyrirtækisins á tímabilinu 2020-2024. Greining á skilvirkni í vinnslu Raforkueftirlitið vinnur að greiningu á skilvirkni flutningsfyrirtækisins. Niðurstaða þess verður grundvöllur að ákvörðun að mögulegri hagræðingarkröfu sem yrði síðar innleidd í setningu tekjumarka flutningsfyrirtækisins.
Raforkueftirlitið

30. júní 2025
Safír fyrstir á Íslandi til að hljóta Svansvottun samkvæmt nýjum nýbyggingarviðmiðum
Byggingaverktakinn Safír hefur stigið stórt skref í átt að sjálfbærari framtíð með aðgerðum sem stuðla að vistvænni byggingariðnaði. Um er að ræða Orkureit A sem er stærsta verkefnið hingað til sem hlýtur Svansvottun í einu lagi – og jafnframt fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur vottun samkvæmt nýjustu útgáfu Svansins fyrir nýbyggingar, útgáfu 4. Saman eru þetta fjórir reitir og yfir 400 íbúðir sem verða byggðar en nú eru íbúðir komnar í sölu fyrir A og D reit. Tímamótaverkefni Svansvottunin byggir á heildrænni nálgun á umhverfisáhrifum bygginga og tekur meðal annars til efnisvals, orkunýtni, innivistar, hringrásarhagkerfisins og fleiru. „Viðmið Svansins eru hert reglulega til að samræmast þeirri tækni og þróun sem byggist upp á markaðnum hvað varðar umhverfismál. Í þessari nýjustu útgáfu nýbyggingarviðmiðanna voru kröfurnar hertar töluvert ásamt því að nýjar kröfur bættust við. Það er því virkilega mikill sigur að vera fyrst á landinu til að hljóta Svansleyfi samkvæmt þessum nýju viðmiðum“ segir Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins. Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri Safír segir „það hafa verið mikilvægt fyrir Safír að byggja íbúðir sem standast háar kröfur um innivist ásamt því að vera leiðandi í umhverfismálum sem verða sífellt meira áberandi í byggingarframvkæmdum.“ Það er mikilvægt að fyrirtæki eins og Safír axli ábyrgð og sýni frumkvæði og leggi sitt af mörkum til að takmarka umhverfisáhrif bygginga og leiða þróunina áfram. Svanurinn kemur til móts við BREEAM Ánægjulegt er að sjá hvernig umhverfisvottanir geta unnið saman en deiliskipulag Orkureitsins hefur verið vottað samkvæmt BREEAM communities og er fyrsta verkefnið hér á landi til að hljóta einkunnina excellent. Vottunin gerir kröfur um að reiturinn uppfylli ákveðin skilyrði sem samsvara að einhverju leyti því sem Svansvottunin leggur upp með. Þess vegna hafa frá upphafi verið settar metnaðarfullar kröfur fyrir reitinn, meðal annars um betri orkunýtni bygginga, notkun blágrænna ofanvatnslausna og vistvænt efnisval. Safír hefur tekið þessum kröfum fagnandi og gengið lengra. Fyrirtækið hefur til að mynda þegar valið álklæðningar með háu endurvinnsluhlutfalli, endurnotað timbur sem var á lóðinni fyrir og sýnt vilja til að vinna markvisst með umhverfismál á hönnunar- og framkvæmdastigum. Slíkar ákvarðanir undirstrika mikilvægi þess að byggingarverktakar taki virkan þátt í vistvænna efnisvali og sjálfbærri þróun. Frumkvæði Safírs í þessu verkefni sýnir að metnaður og ábyrgð geta skilað raunverulegum árangri – bæði fyrir umhverfið og framtíð mannvirkjageirans.
Opinberar birtingar
Eldri birtingar2. júlí 2025
Umsókn um starfsleyfi – Hið Norðlenzka Styrjufelag ehf.
Umsókn um starfsleyfi
Hið Norðlenzka Styrjufelag
Skoða
1. júlí 2025
Útgáfa nýtingarleyfis á grunnvatni fyrir Arnarlax á Gileyri, Vesturbyggð
Nýtingarleyfi
Arnarlax
Skoða
1. júlí 2025
Útgáfa virkjunarleyfis fyrir Suðurdal ehf. vegna Folaldahálsvirkjunar
Virkjunarleyfi
Suðurdalur
Folaldahálsvirkjun
Skoða
30. júní 2025
Útgáfa bráðabirgðaheimildar fyrir Stolt Sea Farm Iceland hf. á Reykjanesi
Stolt Sea Farm Iceland hf.
Bráðabirgðaheimild
Skoða
Loftgæði
Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um mælingar á gæðum þess lofts sem við öndum að okkur og miðlar þeim í gegnum til þess gert vefsvæði.
Opna loftgæðavefAð læsa...
Að læsa...
Orkubúskapur
Aðrir vefir stofnunarinnar

Upplýsingar um efnamál, eftirlit, haf- og vatnsmál, hringrásarhagkerfi, leyfi, loftgæði og loftslagsmál.

Upplýsingar tengdar náttúruauðlindum og orkuskiptum, auk upplýsinga um Raforkueftirlitið og Orkusjóð.

Rauntímamælingar og spá um loftgæði á landinu.

Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og ætlað að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

Upplýsingar um úrgangsmál fyrir heimili og rekstraraðila.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.

Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis, orku- og loftslagsráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir til ársins 2027.

Yfirlit um þá starfsemi sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur samþykkt skráningu fyrir. Sótt er um skráningu á Island.is.