Gjaldskrá Umhverfis- og orkustofnunar staðfest

Gjaldskrá Umhverfis- og orkustofnunar nr. 1033/2025 og fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn nr. 1032/2025 hafa verið auglýstar í Stjórnartíðindum og taka þegar gildi. Gjaldskrárnar eru staðfestar af Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og byggja á gjaldheimildum sem koma fram í þeim lögum sem stofnunin starfar eftir. Gjaldskrá fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn tekur jafnframt mið af gjaldskrám norðurlandanna.
Markmið gjaldskráa Umhverfis- og orkustofnunar er að tryggja gagnsæi og jafnræði í gjaldtöku og endurspegla raunkostnað við veitta þjónustu. Gjöldin taka mið af vinnuframlagi við afgreiðslu mála og veitingu leyfa og annarrar þjónustu. Með því móti skapast hvati til aukinnar skilvirkni og bættrar þjónustu.
Gjaldskrárnar eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar ásamt leiðbeinandi viðmiðum um fjölda vinnustunda fyrir tiltekin þjónustuverkefni.