Merki Umhverfis- og orkustofnunar
Fréttir og viðburðir
Fleiri fréttir
27. janúar 2026
Stjórnvaldssekt lögð á þrotabú Fly Play hf.
Umhverfis- og orkustofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú Fly Play hf. að upphæð 2.347.677.600 krónur. Sektin er lögð á þar sem engum losunarheimildum var skilað fyrir tilskilinn frest vegna losunar frá starfsemi Fly Play hf. á árinu 2024. Heildarlosun Fly Play hf. á árinu 2024, samkvæmt vottaðri losunarskýrslu félagsins, var 164.865 tonn CO₂. Félaginu bar því að standa skil á 164.865 losunarheimildum vegna losunar á árinu 2024, fyrir 30. september 2025, en eitt tonn af CO₂ jafngildir einni losunarheimild. Fjárhæð stjórnvaldssektarinnar er lögbundin og samsvarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á. Miðað er við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands þann 30. september 2025. Greiðsla sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldu til að standa skil á losunarheimildum vegna losunar frá starfsemi Fly Play hf. á árinu 2024. Um ákvörðunina Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, flugi og skipaflutningum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við 1. mgr. 30. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.   Þrotabú Fly Play hf. getur skotið ákvörðun um álagningu sektarinnar i til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar.
7. janúar 2026
Námskeið í meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið í meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna dagana 19. febrúar til 12. mars 2026.  Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu. Námskeiðið er fyrir þau sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir: Plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju, þar með talið garðaúðun Útrýmingarefnum við eyðingu meindýra Hvort tveggja af ofangreindu Einnig er í boði að ljúka einungis námshluta fyrir ábyrgðaraðila í markaðssetningu notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Þessi kostur hentar aðilum sem starfa sinna vegna hyggjast taka að sér hlutverk ábyrgðaraðila hjá dreifingaraðila notendaleyfisskyldra vara. Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Til þess að ljúka náminu þarf að standast próf í lok námskeiðsins. Að námi loknu þurfa þau sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og/eða útrýmingarefni að sækja um notendaleyfi til Umhverfis- og orkustofnunar. Dreifandi notendaleyfisskyldra vara skal tilnefna ábyrgðaraðila í gegnum Island.is. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið eru að finna á heimasíðu Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2026.
Loftgæði
Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um mælingar á gæðum þess lofts sem við öndum að okkur og miðlar þeim í gegnum til þess gert vefsvæði. Á vefnum er einnig að finna mæla frá öðrum aðilum. Þeir eru í flestum tilvikum ekki nákvæmnismælar, heldur grófir skynjarar, en geta þó veitt vísbendingar um loftmengun.
Opna loftgæðavef
Orkubúskapur
Raforkuvinnsla
Vatnsafl
13.604 GWst
Jarðvarmi
5.986 GWst
Vindorka
12,7 GWst
Rafvæðing
Fólksbílar
29.764
Hópferðabílar
35
Sendibílar
1.213
Vörubilar
26
Eldsneytisnotkun
Vegasamgöngur
289 ktoí
Skip
269 ktoí
Flug
267 ktoí

Gagnasöfn

Aðrir vefir tengdir stofnuninni
Upplýsingar um efnamál, eftirlit, haf- og vatnsmál, hringrásarhagkerfi, leyfi, loftgæði og loftslagsmál.
Orkustofnun - lógó
Upplýsingar tengdar náttúruauðlindum og orkuskiptum, auk upplýsinga um Raforkueftirlitið og Orkusjóð.
Loftgæði - lógó
Rauntímamælingar og spá um loftgæði á landinu.
Orkusetur - lógó
Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Svanurinn - lógó
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og ætlað að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.
Úrgangur - lógó
Upplýsingar um úrgangsmál fyrir heimili og rekstraraðila.
Græn skref - lógó
Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.
Saman gegn sóun - lógó
Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis, orku- og loftslagsráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir til ársins 2027. 
Starfsemi - lógó
Yfirlit um þá starfsemi sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur samþykkt skráningu fyrir. Sótt er um skráningu á Island.is.
Vettvangur opinberra aðila til að sameina aðgerðir tengdar jarðvarmaorku og auka þátt hennar í orkuskiptum á heimsvísu.
Með setningu laga um stjórn vatnamála var sett á fót nýtt stjórnkerfi sem miðar að verndun íslenskrar vatnsauðlindar til framtíðar.
Icewater lógó
Verkefninu LIFE Icewater er ætlað að vinna að verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Orkuspá Íslands er samstarfsverkefni Landsnets, Raforkueftirlitsins og Umhverfis- og orkustofnunar.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800