Merki Umhverfis- og orkustofnunar
Fréttir og viðburðir
Fleiri fréttir
6. janúar 2026
Nýtt mælaborð Raforkueftirlitsins lítur dagsins ljós  
Raforkueftirlitið hefur tekið í notkun nýtt sjálfvirkt mælaborð Raforkuvísa sem markar tímamót í framsetningu upplýsinga. Með mælaborðinu birtast nýjar upplýsingar mun tíðar, yfirsýn yfir breytingar og þróun eykst til muna, og styður þessi breyting við raforkumarkaðinn, almenning og stjórnvöld með gagnsærri framsetningu. Kerfið byggir á umfangsmikilli sjálfvirkni sem eykur afköst starfsmanna og veitir svigrúm fyrir dýpri og tíðari greiningar. Þannig skapast ráðrúm til að miðla niðurstöðum oftar en áður. Markmiðið er að mælaborðið verði smám saman að fullu sjálfvirkt og að skýrslur byggi á nýjustu og sem áreiðanlegustu gögnum á hverjum tíma.   Fjöldi nýjunga Með innleiðingu nýja mælaborðsins breytist einnig birtingarhraði gagna. Skammtímamarkaðsverð verða nú uppfærð vikulega og önnur raforkuverð, ásamt upplýsingum um framleiðslu og notkun, birt mánaðarlega. Upplýsingar um truflanir verða svo teknar saman árlega og birtar af START hópnum á truflanir.is. Í stað þess að notendur þurfi að bíða eftir ársfjórðungslegum samantektum verður nú hægt að fylgjast með þróuninni talsvert nær rauntíma.  Í fyrsta sinn eru markaðsverð raforku tekin saman og birt á einum stað hjá Raforkueftirlitinu. Á mælaborðinu má meðal annars sjá grunnorkuverð, stundarmánaðarverð, meðal jöfnunarorkuverð og fleira. Einnig eru birt dagleg meðaltöl fyrir skammtímaverð, þar á meðal fyrir Elmu, Vonarskarð og jöfnunarorkumarkað Landsnets. Þetta gerir samanburð einfaldari, styrkir upplýsingaflæði og stuðlar að gagnsærri umræðu um verðmyndun.  Að auki er nýtt yfirlit yfir gjaldskrár sérleyfisfyrirtækja. Raforkueftirlitið birtir nú vegið meðalverð gjaldskráa dreifiveitna ásamt gjaldskrá flutningsfyrirtækisins. Hægt er að skoða gjöld bæði verðbætt með vísitölu og á verðlagi hvers árs. Með þessu verður mun auðveldara að fylgjast með þróun kostnaðar og meta breytingar yfir lengri tíma.  Horft fram á veginn Nýjustu Raforkuvísar sýna jafnframt að staða og horfur raforkuöryggis á fjórða ársfjórðungi 2025 og 2026 hafa áfram batnað. Mat á raforkuöryggi byggir á spám um framboð og eftirspurn. Núverandi stórnotkun hefur dregist saman tímabundið, allra helst vegna samdráttar á málmframleiðslu, og þar með er meira framboð til staðar en undir eðlilegum kringumstæðum.  Nýja mælaborðið er aðeins fyrsta skrefið í lengra ferðalagi. Á næstu mánuðum verður áfram unnið að aukinni sjálfvirkni, skýrari framsetningu gagna og öðrum greiningum Raforkueftirlitsins. Með þessu styrkir Raforkueftirlitið hlutverk sitt sem miðlari áreiðanlegra upplýsinga og leggur grunn að betri, gagnsærri og upplýstri ákvarðanatöku í orkumálum landsins. 
Viðburðir framundan
Sjá fleiri
Loftgæði
Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um mælingar á gæðum þess lofts sem við öndum að okkur og miðlar þeim í gegnum til þess gert vefsvæði. Á vefnum er einnig að finna mæla frá öðrum aðilum. Þeir eru í flestum tilvikum ekki nákvæmnismælar, heldur grófir skynjarar, en geta þó veitt vísbendingar um loftmengun.
Opna loftgæðavef
Orkubúskapur
Raforkuvinnsla
Vatnsafl
13.604 GWst
Jarðvarmi
5.986 GWst
Vindorka
12,7 GWst
Rafvæðing
Fólksbílar
29.764
Hópferðabílar
35
Sendibílar
1.213
Vörubilar
26
Eldsneytisnotkun
Vegasamgöngur
289 kílótonn
Skip
269 kílótonn
Flug
267 kílótonn

Gagnasöfn

Aðrir vefir tengdir stofnuninni
Upplýsingar um efnamál, eftirlit, haf- og vatnsmál, hringrásarhagkerfi, leyfi, loftgæði og loftslagsmál.
Orkustofnun - lógó
Upplýsingar tengdar náttúruauðlindum og orkuskiptum, auk upplýsinga um Raforkueftirlitið og Orkusjóð.
Loftgæði - lógó
Rauntímamælingar og spá um loftgæði á landinu.
Orkusetur - lógó
Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Svanurinn - lógó
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og ætlað að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.
Úrgangur - lógó
Upplýsingar um úrgangsmál fyrir heimili og rekstraraðila.
Græn skref - lógó
Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.
Saman gegn sóun - lógó
Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis, orku- og loftslagsráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir til ársins 2027. 
Starfsemi - lógó
Yfirlit um þá starfsemi sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur samþykkt skráningu fyrir. Sótt er um skráningu á Island.is.
Vettvangur opinberra aðila til að sameina aðgerðir tengdar jarðvarmaorku og auka þátt hennar í orkuskiptum á heimsvísu.
Með setningu laga um stjórn vatnamála var sett á fót nýtt stjórnkerfi sem miðar að verndun íslenskrar vatnsauðlindar til framtíðar.
Icewater lógó
Verkefninu LIFE Icewater er ætlað að vinna að verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Orkuspá Íslands er samstarfsverkefni Landsnets, Raforkueftirlitsins og Umhverfis- og orkustofnunar.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800