Landsvirkjun, kt. 420269-1299, hefur óskað eftir því með bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar, dagsettu 14. júlí 2025 að stofnunin hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar frá 8. júní 2021 og umsókn um heimild til breytingar á vatnshloti, dagsettri 16. janúar 2023.
Umsókn Landsvirkjunar um heimild til breytingar vatnshlota samkvæmt 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála verður afgreidd sem hluti af umsókn um virkjunarleyfi, sbr. b-lið 5. gr. laga nr. 42/2025 um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála.
Umhverfis- og orkustofnun leggur fram til kynningar drög um að veita heimild samkvæmt 18. gr. laga um stjórn vatnamála nr. 36/2011 til breytingar á vatnshlotunum Þjórsá 1 (103-663-R) og Þverá (103-895-R), vegna framkvæmda við 95 MW Hvammsvirkjun.
Þann 28. ágúst 2025 barst Umhverfis- og orkustofnun Hvammsvirkjun - Umsókn um virkjunarleyfi - Greinargerð með uppfærðum 4. og 8. kafla, þar sem fram kemur uppfærð framkvæmdaáætlun verkefnisins, sem stofnunin setur hér til kynningar.
Athugasemdafrestur er til og með 14. nóvember 2025. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni í gegnum vefinn hér að neðan eða á netfangið uos@uos.is merktar Hvammsvirkjun og vísa skal í málsnúmerið UOS2507146.
Drög að heimild til breytingar vatnshlotanna Þjórsá 1 (103-663-R) og Þverá (103-895-R)
Fylgiskjöl:
1. Hvammsvirkjun – Umsókn um heimild Umhverfisstofnunar
2. Mat á vistfræðilegu ástandi Þjórsár 1
5. Mat á áhrifum Hvammsvirkjunar á grunnvatnshlot. Vatnaskil, dags. 18. ágúst 2025
8. Leyfi vegna byggingar Hvammsvirkjunar – Fiskistofa, dags. 14. Júlí 2022
12. Minnisblað raforkueftirlits Umhverfis- og orkustofnunar þann 24. september 2025
13. Greinargerð Landsvirkjunar Hvammsvirkjun – Umsókn um virkjunarleyfi – uppfærður 4. og 8. Kafli.pdf







