Landsvirkjun, kt. 420269-1299, hefur óskað eftir því með bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar, dagsettu 14. júlí 2025 að stofnunin hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar frá 8. júní 2021 og umsókn um heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, dagsettri 16. janúar 2023.
Orkustofnun var lögð niður 31. desember 2024. Þann 1. janúar 2025 tók Umhverfis- og orkustofnun til starfa og tók stofnunin við verkefnum, réttindum og skyldum, eignum og skuldbindingum Orkustofnunar og þess hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar er lýtur að umhverfis- og loftslagsmálum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 110/2024 um Umhverfis- og orkustofnun.
Umsókn Landsvirkjunar um heimild til breytingar á vatnshloti samkvæmt 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála verður afgreidd sem hluti af umsókn um virkjunarleyfi, sbr. b-lið 5. gr. laga nr. 42/2025 um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála.
Í samræmi við 4. mgr. 34. gr. raforkulaga nr. 65/2003 er þeim er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknirnar og koma á framfæri sjónarmiðum sínum eigi síðar en 15. ágúst 2025.
Skriflegum athugasemdum má koma á framfæri við Umhverfis- og orkustofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, netfang: uos@uos.is og vísa skal í málsnúmerið UOS2507146.
Gögn málsins:
Beiðni frá Landsvirkjun um að hefja málsmeðferð á ný 14. júlí 2025
Svar við erindi Landsvirkjunar 14. júlí 2025
Fylgigögn vegna nýrrar málmeðferðar við umsókn um virkjunarleyfi
01 Greinargerð – 2022-04-22 – uppfærður 8. kafli
03a Rangárþing ytra – aðalskipulag 2016-2028 – greinargerð
03b Rangárþing ytra – aðalskipulag 2016-2028 – uppdrættir
04a Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 – greinargerð
04b Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 – uppdrættir
04c Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 – forsendur og umhverfisskýrsla
04d Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 - skýringaruppdrættir
05a Deiliskipulag 2021 – greinargerð og umhverfisskýrsla
05b Deiliskipulag 2021 – skipulagsuppdráttur 1-12500
05c Deiliskipulag 2021 – skipulagsuppdráttur 1-2500
05d Deiliskipulag 2021 – auglýsing 1434
06a MáU 2003-2004 – matsskýrsla LV-2003-032
06b MáU 2003-2004 – úrskurður Skipulagsstofnunar 2002090059
06c MáU 2003-2004 – úrskurður Umhverfisráðuneytis 03090121
07a MáU 2026-2028 – matsskýrsla LV-2017-072
07b MáU 2026-2028 – álit Skipulagsstofnunar 201702047
08b Teikningar vegna vatnshlota
10 Ytri skilyrði og kröfur, mótvægisaðgerðir og vöktun
11 Leyfi Fiskistofu vegna Hvammsvirkjunar
14a Mat á vistfræðilegu ástandi Þjórsár 1
14b Mat á áhrifum á vistfræðilegt ástand
14d Minnisblað um rammaáætlun og Hvammsvirkjun
14e Svör Landsvirkjunar vegna athugasemdar Orkuveitu Landsveitar
Auglýsing í Lögbirtingablaðinu 17.5.24
Hvammsvirkjun – umsókn um virkjunarleyfi – vatnsorka – eyðublað
Fylgigögn vegna áforma um að veita heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1
1. Hvammsvirkjun - Umsókn um heimild Umhverfisstofnunar
2. Mat á vistfræðilegu ástandi Þjórsár 1
4. Leyfi vegna byggingar Hvammsvirkjunar - Fiskistofa (dags. 14. júlí 2022)
5a. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrsla
5b. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsuppdráttur
5c. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsuppdráttur
Viðbótargögn vegna nýrrar málsmeðferðar:
Áætlun um mælingar 22. nóvember 2024
Áhrif Hvammsvirkjunar á grunnvatn