Vinsamlegast athugaðu að vefurinn er í vinnslu. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Landsvirkjun hefur óskað eftir að Umhverfis- og orkustofnun hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og umsókn um heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1

Landsvirkjun
Virkjunarleyfi
Hvammsvirkjun

Landsvirkjun, kt. 420269-1299, hefur óskað eftir því með bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar, dagsettu 14. júlí 2025 að stofnunin hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar frá 8. júní 2021 og umsókn um heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, dagsettri 16. janúar 2023.  

Orkustofnun var lögð niður 31. desember 2024. Þann 1. janúar 2025 tók Umhverfis- og orkustofnun til starfa og tók stofnunin við verkefnum, réttindum og skyldum, eignum og skuldbindingum Orkustofnunar og þess hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar er lýtur að umhverfis- og loftslagsmálum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 110/2024 um Umhverfis- og orkustofnun.  

Umsókn Landsvirkjunar um heimild til breytingar á vatnshloti samkvæmt 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála verður afgreidd sem hluti af umsókn um virkjunarleyfi, sbr. b-lið 5. gr. laga nr. 42/2025 um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála.  

Í samræmi við 4. mgr. 34. gr. raforkulaga nr. 65/2003 er þeim er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknirnar og koma á framfæri sjónarmiðum sínum eigi síðar en 15. ágúst 2025.  

Skriflegum athugasemdum má koma á framfæri við Umhverfis- og orkustofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, netfang: uos@uos.is og vísa skal í málsnúmerið UOS2507146.

Gögn málsins:

Beiðni frá Landsvirkjun um að hefja málsmeðferð á ný 14. júlí 2025

Svar við erindi Landsvirkjunar 14. júlí 2025

Fylgigögn vegna nýrrar málmeðferðar við umsókn um virkjunarleyfi

01 Greinargerð – 2022-04-22 – uppfærður 8. kafli

03a Rangárþing ytra – aðalskipulag 2016-2028 – greinargerð

03b Rangárþing ytra – aðalskipulag 2016-2028 – uppdrættir

04a Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 – greinargerð

04b Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 – uppdrættir

04c Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 – forsendur og umhverfisskýrsla

04d Skeiða- og Gnúpverjahreppur – aðalskipulag 2017-2029 - skýringaruppdrættir

05a Deiliskipulag 2021 – greinargerð og umhverfisskýrsla

05b Deiliskipulag 2021 – skipulagsuppdráttur 1-12500

05c Deiliskipulag 2021 – skipulagsuppdráttur 1-2500

05d Deiliskipulag 2021 – auglýsing 1434

06a MáU 2003-2004 – matsskýrsla LV-2003-032

06b MáU 2003-2004 – úrskurður Skipulagsstofnunar 2002090059

06c MáU 2003-2004 – úrskurður Umhverfisráðuneytis 03090121

07a MáU 2026-2028 – matsskýrsla LV-2017-072

07b MáU 2026-2028 – álit Skipulagsstofnunar 201702047

08a Teikningar

08b Teikningar vegna vatnshlota

09a Yfirlýsingar og afsöl

09b Vatnsréttindi

09c Tengisamningur

10 Ytri skilyrði og kröfur, mótvægisaðgerðir og vöktun

11 Leyfi Fiskistofu vegna Hvammsvirkjunar

12 Heimild Umhverfisstofnunar

13 Vöktunaráætlun

14a Mat á vistfræðilegu ástandi Þjórsár 1

14b Mat á áhrifum á vistfræðilegt ástand

14c Greinargerð Eflu

14d Minnisblað um rammaáætlun og Hvammsvirkjun

14e Svör Landsvirkjunar vegna athugasemdar Orkuveitu Landsveitar

Auglýsing í Lögbirtingablaðinu 17.5.24

Hvammsvirkjun – umsókn um virkjunarleyfi – vatnsorka – eyðublað

Fylgigögn vegna áforma um að veita heimild til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1

1. Hvammsvirkjun - Umsókn um heimild Umhverfisstofnunar

2. Mat á vistfræðilegu ástandi Þjórsár 1

3. Mat á áhrifum Hvammsvirkjunar á vistfræðilegt ástand Þjórsár neðan Búrfells samkvæmt viðmiðunum laga um stjórn vatnamála

4. Leyfi vegna byggingar Hvammsvirkjunar - Fiskistofa (dags. 14. júlí 2022)

5a. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrsla

5b. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsuppdráttur

5c. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar - Skipulagsuppdráttur

6. Greinargerð Landsvirkjunar um ytri skilyrði og kröfur, mótvægisaðgerðir og vöktun. Landsvirkjun, desember 2022

7. Svar ásamt fylgiskjölum við beiðni Umhverfisstofnunar um frekari gögn, vegna umsóknar um heimild Umhverfisstofnunar til breytinga

8a. Beiðni um frekari gögn vegna beiðni um heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshloti vegna Hvammsvirkjunar skv. 18. gr. l.

8b. Svör Hafrannsóknastofnunar við athugasemdum Umhverfisstofnunar vegna minnisblaðs um mótvægisaðgerðir í Þjórsá vegna Hvammsvirkjun

9a. Bréf vegna minnisblaðs um áhrif af framkvæmdum vegna Hvammsvirkjunar á fisk í Þverá. Hafrannsóknastofnun, dags. 27. október 2023

9b. Minnisblað um áhrif af framkvæmdum vegna Hvammsvirkjunar á fisk í Þverá. Hafrannsóknastofnun, dags. 27. október 2023

10. Svar við bréfi Umhverfisstofnunar dags. 1. nóvember 2023 vegna máls. Nr. UST202301-279. Landsvirkjun, dags. 7. nóvember 2023

11. Svar við beiðni um staðfestingu á upplýsingum um raforkuþörf og greiningar um nýjar leiðir til raforkuframleiðslu

Viðbótargögn vegna nýrrar málsmeðferðar:

Áætlun um mælingar 22. nóvember 2024

Áhrif Hvammsvirkjunar á grunnvatn

Minnisblað Vatnaskila um áhrif Hagalóns

Samkomulag Landsvirkjunar og Orkuveitu Landsveitar ehf.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík