Umhverfis- og orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun, kt. 420269-1299, virkjunarleyfi fyrir 95 MW Hvammsvirkjun í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt heimild til breytingar á vatnshlotunum Þjórsá 1 (103-663-R) og Þverá (103-895-R).
Ákvörðunin er birt á vefsíðu Umhverfis- og orkustofnunar og einnig í Lögbirtingablaðinu í samræmi við 4. mgr. 13. gr. eldri laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, sbr. einnig 4. mgr. 27. gr. núgildandi laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Ákvörðunin er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunarinnar skv. 37. gr. raforkulaga nr. 65/2003, sbr. einnig 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og 3. mgr. 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Kærufrestur miðast við dagsetningu birtingar í Lögbirtingablaði.





