Vefurinn er í stöðugri þróun. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Breyting á starfsleyfi Málningar hf.

Útgefin starfsleyfi
Málning hf.

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Málningar hf., kt. 450269-4849.

Málning hf. er með gilt starfsleyfi frá 20. júní 2016 til 20. júní 2032 til framleiðslu á málningu.

Ákvörðunin felur í sér breytingu á 1. ml. 1. mgr. greinar 3.4. í starfsleyfinu þar sem gerður er áskilnaður um að leysiefni skuli geyma við minna en 20°C hita. Málsliðnum er breytt á þá leið að geyma megi leysiefni við ≤25°C hitastig.

Umhverfis- og orkustofnun auglýsti breytingartillögu á tímabilinu 5. febrúar 2025 til 5. mars 2025 á vef Umhverfisstofnunar og einnig á nýjum vef Umhverfis- og orkustofnunar þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna tillögunnar. Engar athugasemdir bárust vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustu hætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.

Meðfylgjandi skjöl:


Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík