Vefurinn er í stöðugri þróun. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Þynningarsvæði á Grundartanga afnumin

Útgefin starfsleyfi
Elkem Ísland ehf.
Norðurál

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið út svokölluð „þynningarsvæði“ úr starfsleyfum Elkem og Norðuráls á Grundartanga. Með þessari breytingu hafa öll þynningarsvæði verið afnumin í starfsleyfum á Íslandi.

Þynningarsvæði eru svæði þar sem mengun frá iðnaði fyrir tiltekin efni má fara yfir viðmiðunarmörk. Á Grundartanga voru tvö slík svæði, annað vegna flúors og hitt vegna brennisteinsdíoxíðs.

Með breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir frá árinu 2017, sem byggja á reglum Evrópusambandsins, hefur verið ákveðið að hætta að leyfa slík svæði. Markmiðið er að bæta náttúruvernd, heilsu og öryggi fólks sem býr eða starfar nálægt stóriðju.

Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar er þó áfram svokallað „varúðarsvæði“ sem er afmarkað á sama hátt og þynningarsvæðin voru á Grundartanga.

Varúðarsvæði eru skilgreind sem svæði þar sem hætta getur stafað af starfsemi sem getur haft áhrif á heilsu og öryggi almennings, til dæmis vegna mengandi iðnaðarstarfsemi. Sjá skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar.

Það er skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengt efni:

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík