Vefurinn er í stöðugri þróun. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð

Starfsleyfistillögur í auglýsingu

Umhverfisstofun auglýsir tillögu að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar Langanesbyggðar, kt. 420369-1749, við Bakkafjörð.

Urðunarstaðurinn við Bakkafjörð er með gilt starfsleyfi frá 21. mars 2018 til að taka á móti og urða allt að 200 tonn af úrgangi á ári sem gildir til 21. mars 2034.

Tillagan felur í sér að fella brott ákvæði í 7. - 11. tl. í 1. mgr. gr. 4.1 í starfsleyfinu þar sem gerður er áskilnaður um skráningu á daglegum veðurathugunum.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merktar UST202201-0258.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 21. janúar 2025.

Tengd skjöl:

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík