Vefurinn er í stöðugri þróun. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Málningar hf.

Starfsleyfistillögur í auglýsingu

Umhverfis- og orkustofnun auglýsir tillögu að breytingu á starfsleyfi Málningar hf., kt. 450269-4849.

Málning hf. er með gilt starfsleyfi frá 20. júní 2016 til 20. júní 2032 til framleiðslu á málningu.

Tillagan felur í sér breytingu á 1. ml. 1. mgr. greinar 3.4. í starfsleyfinu þar sem gerður er áskilnaður um að leysiefni skuli geyma við minna en 20°C hita. Breytingartillagan heimilar geymslu leysiefna við ≤25°C hitastig.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun uos@uos.is merktar UST202412-206.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. mars 2025.

Tengd skjöl:

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Málningar hf.

Starfsleyfi Málningar hf.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík