Til baka

11 mars 2025

Tillaga að starfsleyfi fyrir Steinull hf., Sauðárkróki

Umhverfis- og orkustofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir steinullarverksmiðju Steinullar hf., Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir heimild til að framleiða allt að 2.500 kg á klukkustund af steinull og steinullarafurðum auk heimildar til að jarðgera allt að 1.000 tonn af ári af moltu. Engin breyting er á umfangi steinullarframleiðslunar, en starfsleyfið hefur verið endurskoðað m.t.t. BAT-niðurstaðna vegna framleiðslu á gleri.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun (uos@uos.is) merkt UST202103-269, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfis- og orkustofnun með slíkt erindi sem fyrst.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. apríl 2025.

Tengd skjöl

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

--

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Hafa samband

Netfang: uos@uos.is

Sími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 7009241650