Til baka
24 mars 2025
Tillaga að starfsleyfi fyrir Nordic Fish Leather ehf., Tálknafirði
Umhverfis- og orkustofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Nordic Fish Leather ehf., 460 Tálknafirði. Tillagan heimilar rekstraraðila hreinsun og sútun á fiskroði, allt að 15 tonnum á ári.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun (uos@uos.is) merkt UST202402-369, athugasemdir verða birtar við útgáfu. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfis- og orkustofnun með slíkt erindi sem fyrst.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 22. apríl 2025.
Tengd skjöl:
Tilkynning um fyrirhugaða breytingu
Grunnástandsskýrsla
Tillaga að starfsleyfi