Til baka
8 janúar 2025
Tillaga að starfsleyfi fyrir Reykjanesbæ, urðun á óvirkum úrgangi á Njarðvíkurheiði
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Reykjanesbæ til urðunar á óvirkum úrgangi á Njarðvíkurheiði.
Tillagan gerir ráð fyrir móttökustöð, geymslusvæði og urðunarstað fyrir óvirkan úrgang á Njarðvíkurheiði. Urðunarstaðurinn er staðsettur á Njarðvíkurheiði, nánar tiltekið 1 km sunnan við Reykjanesbraut og í 1,3 km fjarlægð frá næstu byggð, Innri Njarðvík. Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að rekstraraðila sé heimilt að taka á móti og urða að hámarki 15.000 tonn á ári af óvirkum úrgangi. Áætlað er að í heildina verði hægt að urða u.þ.b. 230.000 m3 af óvirkum úrgangi innan urðunarstaðarins.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202402-280, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfisstofnun með slíkt erindi sem fyrst.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. janúar 2025.
Tengd skjöl: