Umhverfis- og orkustofnun barst umsókn frá Vegagerðinni, dags. 30. júní 2025, þar sem óskað er eftir heimild til breytingar á farvegi Hrútár í Öræfum. Umhverfis- og orkustofnun hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn með umsókninni, sem er leyfisskyld skv. 2. mgr. 7. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Umhverfis- og orkustofnun hefur með vísan til 1. mgr. 75. gr. vatnalaga tekið ákvörðun um útgáfu á leyfi fyrir Vegagerðina vegna breytingar á árfarvegi Hrútár í Öræfum.
Ákvarðanir Umhverfis- og orkustofnunar er snerta mannvirkjagerð eða aðrar framkvæmdir sem fjallað er um í VI. kafla vatnalaga sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Tengd skjöl:
Leyfi vegna breytingar á árfarvegi Hrútár í Öræfum