Vefurinn er í stöðugri þróun. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Útgáfa á starfsleyfi - Norðurá bs. við Stekkjarvík

Norðurá bs.
Útgefin starfsleyfi

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á endurskoðuðu og breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað Norðurá bs. við Stekkjarvík.

Með hinu nýja starfsleyfi er heimild byggðasamlagsins til urðunar úrgangs aukin úr 21.000 tonnum á ári í 30.000 tonn á ári, rekstur tveggja brennsluofna fyrir aukaafurðir dýra samtals 6.000 tonn á ári og að safna allt að 1.000m3 af hauggasi í gassöfnunarblöðru til notkunar.

Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 4. apríl til og með 5. maí 2025 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Starfsleyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 21. maí 2041.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um endurskoðun og breytingu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfis- og orkustofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl

Starfsleyfi

Vöktunaráætlun

BAT - um losun í iðnaði, fyrir sláturhús og iðnað fyrir aukaafurðir úr dýrum og/eða ætar samafurðir

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík