Vinsamlegast athugaðu að vefurinn er í vinnslu. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Útgáfa bráðabirgðaheimildar fyrir Stolt Sea Farm Iceland hf. á Reykjanesi

Stolt Sea Farm Iceland hf.
Bráðabirgðaheimild

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um að veita Stolt Sea Farm Iceland hf. bráðabirgðaheimild til reksturs landeldisstöðvar á Reykjanesi. Félagið sótti um bráðabirgðaheimild til að halda áfram starfsemi sinni á meðan unnið er að endurnýjun starfsleyfis. Bráðabirgðaheimildin gildir í ár frá útgáfudegi.

Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. a. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 er Umhverfis- og orkustofnun heimilt í sérstökum undantekningartilvikum, þegar brýn þörf er á að hefja eða halda áfram starfsemi sem heyrir undir lögin, að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að hans beiðni fyrir starfseminni.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.


Tengd skjöl

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík