Nýjungar á vefnum

Í upphafi árs tók Umhverfis- og orkustofnun við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Samhliða því var nýr vefur, uos.is, settur í loftið til að halda utan um sameiginleg málefni stofnunarinnar.
Við höfum nú stigið næsta skref í vefþróuninni með uppfærðum og endurbættum vef sem býður upp á ýmsar gagnlegar nýjungar, auk þess sem hann hefur fengið ferskt útlit og nútímalegri ásýnd. Vinnan fór fram í samstarfi við vefstofuna Visku.
Meðal helstu nýjunga:
- Yfirlit efnis tengt stofnuninni – þú getur nálgast allt okkar efni á einum stað, jafnvel þótt megnið af því sé vistað enn um sinn á vefum forvera okkar.
- Heildstæð leit – þú getur leitað í fréttum, opinberum birtingum og öðru efni á vefnum, auk þess sem við vísum í efni af öðrum vefum stofnunarinnar.
- Samskiptaform – ef þú átt erindi við stofnunina hvetjum við þig til að nota þar til gert form á vefnum, sem hjálpar þér við að koma erindinu í réttar hendur.
- Viðburðayfirlit – allar helstu upplýsingar um viðburði á vegum stofnunarinnar má nú finna á einum stað.
- Staða loftgæða – loftgæði í Reykjavík og á Akureyri eru sýnileg á forsíðu vefsins auk vísunar í mælistöðvar um land allt.
Vefurinn er annars í stöðugri þróun og við tökum fagnandi ábendingum um það sem mætti bæta. Efni á vefum forvera okkar verður svo fasað út á næstu mánuðum og fær þá nýtt heimili á vef stofnunarinnar.

Fleiri fréttir
Skoða


