Til baka

30. júní 2025

Umsóknir í Loftslags- og orkusjóð 2025: Sjöföld eftirspurn eftir almennum styrkjum

Sólin að setjast yfir Reykjavík

Mikill áhugi er á úthlutunum úr Loftslags- og orkusjóði í ár. Alls bárust 292 umsóknir frá 188 lögaðilum. Sótt var um 8,9 milljarða króna í heildina sem er um sjöföld eftirspurn eftir því fjármagni sem auglýst var til úthlutunar. Áætluð heildarfjárfesting vegna þessara verkefna eru 49 milljarða króna.

Auglýst var eftir verkefnum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beina ábyrgð Íslands eða fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Í ár er lögð áhersla á verkefni sem þurfa á fjárhagslegum stuðningi sjóðsins að halda til að raungerast.

Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta á ýmsum þáttum orkuskipta, hringrásarhagkerfis og nýsköpunar.

Fjöldi umsókna eftir flokkum var eftirfarandi:

  1. Hringrásarhagkerfið: 51
  2. Innleiðing nýrrar tækni eða nýsköpun: 69
  3. Orkuskipti í rekstri eða orkusparnaður: 98
  4. Orkuskipti í samgöngum: 74

Auglýst var eftir umsóknum um almenna styrki þann 23. apríl 2025 og rann umsóknarfrestur út þann 1. júní.

Farið verður yfir allar umsóknir á næstu vikum og gera má ráð fyrir að niðurstöður úthlutunar liggi fyrir í haust. Styrkumsóknir verða afgreiddar samkvæmt áherslum í auglýsingu og reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð.

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Hafa samband

Netfang: uos@uos.isSími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 700924-1650

Persónuvernd og öryggi á vefnum