Vinsamlegast athugaðu að vefurinn er í vinnslu. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Auglýsing - Almennir styrkir úr Loftslags- og orkusjóði

Loftslags- og orkusjóður
Reykjavík - gullið sólarlag.

Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til verkefna sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda á beinni ábyrgð Íslands eða fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála. Áhersla er lögð á verkefni sem þurfa fjárhagslegum stuðningi sjóðsins að halda til að raungerast. Styrkumsóknir eru afgreiddar samkvæmt reglugerð, nr. 1566/2024, um Loftslags- og orkusjóð.

Heildarupphæð til úthlutunar er 1.300 m.kr.

Verkefni sem styðja við markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

1.000 m.kr. verður veitt í styrki til verkefna sem styðja beint eða óbeint við markmið ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands. Áhersla er lögð á verkefni sem mæla má beint til samdráttar í losun eða verkefni sem styðja við það markmið.

Orkuskipti í samgöngum

  • Uppbygging hraðhleðslustöðva (150 kW+) og styrking hleðslunets með tilliti til þungaflutninga.
  • Uppbygging orkuinnviða fyrir tæki, þungaflutninga og hópbifreiðar, þar með talið flotabíla og stór atvinnutæki.
  • Uppbygging orkuinnviða fyrir almenningssamgöngur til að styðja orkuskipti í strætisvögnum og öðrum farartækjum í rekstri hins opinbera.
  • Áfyllingarstöðvar fyrir raf- eða lífeldsneyti.

Orkuskipti í rekstri eða orkusparnaður

  • Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis.
  • Lausnir sem stuðla að orkusparnaði og aukinni orkunýtni í atvinnulífi og almennum rekstri
  • Innviðir og tækjastyrkir fyrir vistvæna orkunotkun í höfnum.
  • Orkuskiptaverkefni í skipum og bátum.

Hringrásarhagkerfið

  • Aðgerðir sem draga úr urðun lífræns úrgangs eða minnka losun frá úrgangi
  • Verkefni sem stuðla að endurvinnslu úrgangs, einkum sem næst upprunastað
  • Verkefni sem draga úr hráefnisnotkun eða úr myndun úrgangs.

Verkefni sem fela í sér innleiðingu á nýrri tækni eða nýsköpun á sviði loftslagsmála

Allt að 300 m.kr. verður veitt í styrki til verkefna sem fela í sér innleiðingu á nýrri tækni eða nýsköpun á sviði loftslagsmála. Verkefnin krefjast almennt töluverðrar fjárfestingar til að ná markaðshæfni og óvissa er um áhrif þeirra á markmið landsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Verkefni sem falla í þennan flokk eru meðal annars:

  • Nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála
  • Framleiðsla og dreifing rafeldsneytis og lífeldsneytis (t.d. vetni, rafmetan, e-metanól).
  • Nauðsynlegur búnað fyrir geymslu, flutning, afgreiðslu og nýtingu raf- eða lífeldsneytis (t.d. þjöppur, lagnir, geymslur, dreifikerfi).
  • Verkefni sem tengjast heildstæðum orkuskiptalausnum, svo sem vetnisdölum eða öðrum samþættum orkuskiptaverkefnum.

Í samræmi við ofangreind markmið eru öll hvött til að sækja um til sjóðsins, óháð stærð félaga, stofnana eða kyni umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2025.

Sótt er um á www.orkusjodur.is

Image

Fleiri fréttir

Skoða
14. júlí 2025
10 verkefni fá styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum
Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til 10 verkefna sem miða að því að draga úr orkunotkun í íslenskum gróðurhúsum. Verkefnin, sem snúa að tæknivæðingu og bættri lýsingu með LED lausnum, munu skila áætluðum orkusparnaði upp á 8,3 GWst á ári. Áætlað er að þessi sparnaður samsvari raforkunotkun 2.029 heimila eða árlegri orkunotkun 2.774 rafbíla. Með úthlutuninni er lögð áhersla á verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu og stuðla að betri rekstrarhagkvæmni í gróðurhúsum, auk þess sem þau nýtist sem fyrirmyndir fyrir aðra í greininni. Hámarksstyrkur var 15 milljónir króna fyrir hvert verkefni, að hámarki 40% af heildarkostnaði. Nánari upplýsingar má sjá á myndinni hér að neðan (sjá í fullri stærð).
Loftslags- og orkusjóður
8. júlí 2025
Nýjungar á vefnum
Í upphafi árs tók Umhverfis- og orkustofnun við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Samhliða því var nýr vefur, uos.is, settur í loftið til að halda utan um sameiginleg málefni stofnunarinnar. Við höfum nú stigið næsta skref í vefþróuninni með uppfærðum og endurbættum vef sem býður upp á ýmsar gagnlegar nýjungar, auk þess sem hann hefur fengið ferskt útlit og nútímalegri ásýnd. Vinnan fór fram í samstarfi við vefstofuna Visku. Meðal helstu nýjunga: Yfirlit efnis tengt stofnuninni – þú getur nálgast allt okkar efni á einum stað, jafnvel þótt megnið af því sé vistað enn um sinn á vefum forvera okkar. Heildstæð leit – þú getur leitað í fréttum, opinberum birtingum og öðru efni á vefnum, auk þess sem við vísum í efni af öðrum vefum stofnunarinnar. Samskiptaform – ef þú átt erindi við stofnunina hvetjum við þig til að nota þar til gert form á vefnum, sem hjálpar þér við að koma erindinu í réttar hendur. Viðburðayfirlit – allar helstu upplýsingar um viðburði á vegum stofnunarinnar má nú finna á einum stað. Staða loftgæða – loftgæði í Reykjavík og á Akureyri eru sýnileg á forsíðu vefsins auk vísunar í mælistöðvar um land allt. Vefurinn er annars í stöðugri þróun og við tökum fagnandi ábendingum um það sem mætti bæta. Efni á vefum forvera okkar verður svo fasað út á næstu mánuðum og fær þá nýtt heimili á vef stofnunarinnar.
Um stofnunina
8. júlí 2025
Styrkir til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum
Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum: Hreinorku vörubifreiðar (N2 eða N3) Hreinorku hópbifreið (M2 eða M3)
4. júlí 2025
Skert þjónusta 21. júlí - 1. ágúst
Á tímabilinu 21. júlí - 1. ágúst 2025 verður lágmarksþjónusta við afgreiðslu erinda hjá Umhverfis- og orkustofnun. Við hvetjum þau sem þurfa að setja erindi í farveg að gera það fyrir eða eftir þetta tímabil.
Um stofnunina

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík