Leiðbeiningar um aðferðir við sýnatöku á menguðum jarðvegi

Umhverfis- og orkustofnun hefur gefið út leiðbeiningar um aðferðir við sýnatöku á menguðum jarðvegi. Leiðbeiningarnar eru gerðar til að auðvelda hagaðilum, ráðgjöfum, eftirlitsaðilum og öðrum gerð úttekta og ákvarðanatöku í málum er varða mengaðan jarðveg.
Þær taka saman helstu þætti um undirbúning og framkvæmd sýnatöku, gagnsemi sýnatökuaðferða, ásamt framsetningu og túlkun niðurstaðna á rannsóknum á menguðum jarðvegi.
Leiðbeiningarnar eru hluti af innleiðingu reglugerðar 1400/2020 um mengaðan jarðveg.









