Vinnustaðurinn

Umhverfis- og orkustofnun er kjarninn í umhverfis- og orkumálum á Íslandi. Stofnunin gegnir lykilhlutverki í stjórnsýslu orku- og umhverfismála auk þess að vinna að orkuskiptum, orkunýtni og tryggja gæði umhverfisins.  

Við leggjum ríka áherslu á að skapa verkefnamiðað vinnuumhverfi sem styður við samvinnu og umbætur.

Starfsemi okkar er staðsett á sex starfsstöðvum um land allt:

  • Akureyri
  • Egilsstaðir
  • Hvanneyri
  • Mývatn
  • Reykjavík
  • Selfoss

Mannauðurinn er grunnstoðin í árangri okkar. viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem hæfileikaríkt og drífandi fólk þrífst og dafnar.

Meðalaldur starfsfólks okkar er 41,5 ár, og við erum á bilinu 100-110 starfsmenn sem deilum ástríðu fyrir umhverfisvernd. Við viljum hæfasta starfsfólkið, óháð staðsetningu, og leggjum okkur fram um að öllum líði vel í vinnunni. 

Starfsfólk Umhverfis- og orkustofnunar spjallar yfir kaffibolla

Laus störf

Lögfræðingur á sviði umhverfisgæða

Upplýsingar um starfið á Starfatorgi

Sérfræðingur á sviði loftslagsmála - ETS viðskiptakerfi ESB

+

Sérfræðingur í teymi hafs og vatns

+

Umhverfisvænn og barnvænn vinnustaður

Við erum stolt af því að vera umhverfisvænn vinnustaður, með Svansvottun, ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi, og þátttöku í verkefninu Græn Skref. Umhverfisvænn lífsstíll er einnig studdur með vegan úrvali í matsalnum okkar á Suðurlandsbraut og samgöngusamningum sem hvetja til umhverfisvænna ferðamáta. 

Auk þess erum við barnvænn vinnustaður, sem tryggir sveigjanleika og stuðning við fjölskyldulíf starfsmanna.

Leikherbergi fyrir börn starfsfólks Umhverfis- og orkustofnunar

Sveigjanlegt og heilsueflandi vinnuumhverfi

Umhverfis- og orkustofnun  býður upp á sveigjanlegan vinnutíma með 36 stunda vinnuviku, og fjarvinnuheimild 1-2 daga í viku fyrir mörg störf.

Heilsuefling er hjartans mál og bjóðum við íþróttastyrki fyrir starfsfólk okkar.

Hugleiðsluherbergi hjá Umhverfis- og orkustofnun
Starfsmaður Umhverfis- og orkustofnunar flytur fyrirlestur í Hörpu

Source:Umhverfis- og orkustofnun fer með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar.

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

--

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Hafa samband

Netfang: uos@uos.is

Sími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 7009241650