Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Losunarheimildir fyrir iðnað

Síðast uppfært: 20. október 2025

Úthlutun

Þann 26. júní 2025 fengu rekstraraðilar úthlutað losunarheimildum fyrir árið 2025 í samræmi við 10. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir nr. 96/2023.

Þeir rekstraraðilar sem fengu úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum á núverandi viðskiptatímabili má sjá í töflunni hér að neðan, ásamt því magni af losunarheimildum sem var úthlutað á hverju ári. Breytingar á úthlutun geta átt sér stað vegna breytinga á starfsemisstigi og gætu einhverjir rekstraraðilar átt rétt á frekari úthlutun eða þurft að skila af sér losunarheimildum.

Rekstraraðili

2021

2022

2023

2024

2025

Alcoa Fjarðarál501.161501.161501.161501.161501.161
Elkem383.445383.445383.445383.445383.445
Norðurál456.254456.254456.254456.254456.254
PCC Bakki76.07275.837121.078121.078113.597
Rio Tinto Alcan306.737307.007307.192307.192306.204

Uppgjör

Þann 1. október 2025 voru þeir rekstraraðilar á Íslandi sem falla undir kerfið búnir að gera upp losun ársins 2024.

Losun í iðnaði jókst um 4,2 prósent á milli ára sem má rekja til aukningar í framleiðslu. Hún var 1.889.154 tonn af CO2-ígildum árið 2024 samanborið við 1.812.530 tonn af CO₂-ígildum árið 2023.

Rekstraraðilar í staðbundnum iðnaði sem gerðu upp heimildir sínar fyrir losun ársins 2024 voru sex talsins, sem eru jafn margir og gerðu upp árið áður.

Á gagnvirka grafinu hér að neðan er hægt að skoða staðfesta losun frá 2013 frá öllum rekstraraðilum í iðnaði sem gera upp í ETS á Íslandi. Með því að velja strikin þrjú í hægra horninu er hægt að hala niður gögnunum.

Nokkrir rekstraraðilar hafa verið starfandi allt tímabilið og verið með nokkuð stöðuga losun. Það eru Alcoa, Elkem, Norðurál og Rio Tinto.

Loðnuvinnslan hf. féll undir kerfið til 2020 en frá og með 2021 er hún undanskilin ETS kerfinu skv. 20. gr. a laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

United Silicon gerði upp losun sína árin 2016-2017 á meðan sá rekstraraðili var starfandi.

PCC Bakki hóf starfsemi 2018 og hefur gert upp losun í ETS kerfinu frá þeim tíma.

Verne Data Center hefur gert upp losun frá 2015 en er losun þeirra minna en 0,1% af allri losun frá staðbundnum iðnaði í ETS kerfinu á Íslandi.

Samanburður

Á gagnvirka grafinu hér að neðan er hægt að skoða samanburð á endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir alla rekstraraðila á Íslandi í heild sinni og staðfesta losun frá þeim. Með því að velja strikin þrjú í hægra horninu er hægt að hlaða gögnunum niður.

Var efnið hjálplegt?

Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800