Nánar um rafbílastyrki
Styrkupphæð - 2026
Nýskráðir á Íslandi
Til styrkhæfra ökutækja teljast ökutæki með fyrstu skráningu á Íslandi.
1. janúar 2026 breyttust hreinorkustyrkir til fólksbíla úr 900.000 kr. í 500.000 kr.
Umsóknir sem verða samþykktar eftir 1. janúar 2026 fá að hámarki 500.000 kr. jafnvel þótt ökutækið hafi verið keypt eða nýskráð fyrir áramót.
Til að sækja um styrk þarf ökutæki að vera nýskráð hjá Samgöngustofu og aðeins skráður eigandi getur sótt um.
Fyrst skráðir erlendis (innfluttir notaðir bílar)
Ökutæki sem hafa verið fyrst skráð erlendis, en eru nýskráð á Íslandi innan 12 mánaða frá fyrstu skráningu erlendis eiga rétt á 400.000 kr. styrk.
Ökutæki sem eru fyrst skráð erlendis meira en 12 mánuðum frá nýskráningu hérlendis eru ekki styrkhæf.
Hvernig sæki ég um?
Þú ferð á inn á Island.is, skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og gengur frá umsókn með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar.
- Rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni
- Vetnisbílar með efnarafal
- Fólksbílar sem taka að hámarki 8 farþega (flokkur M1)
- Sendibílar að hámarki 3,5 tonn að þyngd (flokkur N1)
- Umsókn þarf að berast innan 12 mánaða frá nýskráningardegi ökutækis
- Kosta minna en 10 milljónir
Réttlát umskipti
Með þessari framkvæmd hefur stjórn Orkusjóðs haft að leiðarljósi að mæta hugmyndafræði um réttlát umskipti með því að veita styrki óháð kaupverði. Þannig fá ódýrustu bílarnir hlutfallslega hæstu styrkina og einnig er sett þak á kaupverð. Enn fremur hefur verið tekið tilliti til þeirra er vilja kaupa innflutt notuð ökutæki og til ökutækja sem eru sérútbúin fyrir fólk með fötlun.
Reglur og skilmálar
Um styrkveitingar til kaupa á ökutækjum er ganga fyrir hreinni orku
+Spurt og svarað
Hvernig breytist styrkurinn um áramótin 2025/2026?
+Fyrst skráðir erlendis (innfluttir notaðir bílar)
+Hvar sæki ég um styrk?
+Hvernig sæki ég um?
+Hvað ef enginn bankareikningur er skráður á Ísland.is?
+Hvenær er styrkurinn greiddur út?
+Fá eldri bílar styrk?
+Eru notaðir bílar styrktir?
+Er hægt að sækja um fleiri en einn bíl? Ef já, hversu marga?
+Hvað með aðra bílaflokka eins og stærri sendibíla, stærri pallbíla, vörubíla, hópferðabíla o.fl.?
+Er styrkurinn fyrir alla, einstaklinga og fyrirtæki?
+Ef ég endurnýja bílinn árlega, fæ ég alltaf styrk?
+Get ég framvísað styrknum til dæmis til bílasala?
+Eru einhverjar þyngdar- eða stærðartakmarkanir á bílunum?
+Er hámarksverðið, 10 milljónir króna, miðað við bíl með aukahlutum?
+Ef bíllinn er sérútbúinn fyrir fatlaða og kostar meira en 10 milljónir króna, fæst þá enginn styrkur?
+Má selja bílinn úr landi?
+Af hverju eru metanbílar ekki styrktir?
+Fæ ég styrk fyrir vetnisbíl?
+Var efnið hjálplegt?
Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins





