Hávaði og hljóðvist
Reglugerð nr. 724/2008 setur viðmið um hávaða af mannavöldum og kveður á um að gripið sé til aðgerða til að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum hans.
- Umhverfis- og orkustofnun fer með yfirstjórn reglugerðarinnar og gefur út leiðbeiningar um mælingar, viðmiðunarmörk og hljóðvistarkröfur í samstarfi við önnur stjórnvöld.
 - Heilbrigðisnefndir annast daglegt eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar á sínu svæði.
 - Vinnueftirlitið hefur eftirlit með hávaða á vinnustöðum.
 
Hvenær á að hafa samband við lögregluna?
Hafa skal samband við lögregluna þegar hávaði veldur verulegu ónæði eða truflun, sérstaklega ef hann er endurtekinn, á óviðeigandi tíma dags eða nætur, eða ef ekki tekst að leysa málið með viðkomandi aðila. Þetta á til dæmis við um hávaða frá samkomum, tónlist, tækjum eða ökutækjum sem truflar næturró eða almenna friðhelgi.
112 er útkallssími Lögreglunnar.

Hljóð
Eðlisfræðilega er enginn munur á hávaða og hljóði, en frá sálrænu sjónarhorni er hljóð upplifun og hávaði er skilgreindur sem óæskilegt eða skaðlegt hljóð.
Hávaði í umhverfinu
Hávaði er nánast alls staðar í daglegu umhverfi okkar og uppspretturnar margar, bæði í vinnuumhverfinu og þar sem við verjum frítíma okkar, jafnt heima sem heiman.
Heyrn
Hávaði dregur mjög úr lífsgæðum, hann getur valdið varanlegum heyrnarskaða og eyrnasuði, hann truflar svefn og hvíld, dregur úr málskilningi og námsgetu og veldur stressi.
Hvað er til ráða?
Á vinnustöðum er reynt að draga úr hávaða véla og tækja með ýmsum ráðum og starfsfólki útvegaðar heyrnahlífar þar sem jafngildishávaði er > 85 dB.
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar um hljóðvistarkröfur í ólíkri starfsemi.
Hávaðakort
Hávaðakort fyrir vegi og þéttbýlissvæði. Uppfærð á fimm ára fresti (síðast 2022).
Aðgerðaráætlanir
Aðgerðaáætlanir, þriðji áfangi í kortlagningu hávaða, hafa verið unnar fyrir þau svæði þar sem hávaði reiknaðist yfir viðmiðunarmörkum skv. reglugerð um hávaða nr. 724 frá árinu 2008.
Var efnið hjálplegt?
Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins







