Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Flug

Í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfi)

Hvaða flug er hluti af ETS-kerfinu?

Frá árinu 2012 hefur flug innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) verið hluti af ETS.
Kerfið nær til flugs milli landa innan EES og einnig til Bretlands og Sviss.

  • Flug milli tveggja EES-landa.
  • Flug innan EES landa (innanlandsflug innan aðildarríkja EES).
  • Flug frá EES land til Bretlands og Sviss.


Í dag taka um 400 flugrekendur þátt í kerfinu.

Flugfélögin þurfa að gera upp þann fjölda losunarheimilda sem samsvara raunlosun á hverju ári.

Af hverju er flug í ETS-kerfinu?

Flugstarfsemi veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu.

Til að draga úr áhrifum flugs á loftslagið ákvað Evrópusambandið að flugstarfsemi skyldi verða hluti af viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfinu).

Undanþágur

Sum flug eru undanþegin kerfinu, til dæmis:

  • Löggæslu- og tollgæsluflug.
  • Leitar-, björgunar- og neyðarflug.


Flug sem er undir ákveðnum stærðarmörkum, til dæmis hjá flugvélum með flugtaksþunga undir 5.700 kg.

Ísland og ETS

Ísland hefur verið virkur þátttakandi í ETS-kerfinu frá árinu 2013.

Íslensk flugfélög hafa verið hluti af ETS frá upphafi. Ísland er einnig umsjónarríki fyrir nokkur erlend flugfélög sem starfa innan EES.

Endurgjaldslausar losunarheimildir

Endurgjaldslaus úthlutun losunarheimilda til flugrekenda mun í flestum tilfellum minnka árin 2024 og 2025 og leggjast af frá og með 2026. Eftir það þurfa flugrekendur að kaupa allar losunarheimildir sem þeir þurfa.

Vegna sérlausnar íslenska ríkisins geta flugrekendur sótt um viðbótarúthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda á árunum 2025 og 2026. Ísland getur veitt flugrekendum sem fljúga til og frá landinu viðbótarlosunarheimildir vegna flugs sem fellur undir ETS-kerfið, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum meðal annars um jafna meðferð og kolefnishlutleysisáætlun.

Á tímabilinu 2024–2030 geta flugrekendur sótt um svokallaðar SAF-heimildir, sem byggja á því hve mikið sjálfbært flugeldsneyti (e. Sustainable Aviation Fuel) þeir nota.
Þannig er hvatt til notkunar á eldsneyti sem veldur minni losun.

Úthlutun og uppgjör

Fyrir 30. júní ár hvert fá þeir rekstraraðilar og flugrekendur sem eiga rétt á endurgjaldslausum losunarheimildum úthlutað fyrir yfirstandandi ár. Í síðasta lagi 30. september ár hvert þurfa svo þeir rekstraraðilar og flugrekendur sem falla undir ETS kerfið að gera upp losun ársins á undan í skráningarkerfi með losunarheimildir.

Úthlutun og uppgjör fyrir flug

Nýjar kröfur um vöktun

Frá árinu 2025 þurfa flugrekendur einnig að fylgjast með öðrum þáttum sem hafa áhrif á loftslagið, ekki bara koldíoxíði. Þar á meðal eru:

  • köfnunarefnisoxíð
  • sótagnir
  • brennisteinssambönd
  • vatnsgufa


Þessir þættir geta haft jafnmikil eða meiri áhrif á loftslagið en koldíoxíð.

Í lok árs 2027 verður tekin ákvörðun um hvort þessi efni verði einnig hluti af ETS.

Var efnið hjálplegt?

Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800