Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir

EU Emissions Trading System (ETS-kerfið)

Um hvað snýst kerfið?

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfið) er ætlað að mynda hagrænan hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kerfið er lykilstjórntæki ESB til að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við árið 1990.   

Auk ESB ríkjanna 27 taka Ísland, Noregur og Liechtenstein þátt í kerfinu sem hefur verið starfrækt frá árinu 2005. 

Nánar um ETS-kerfið

Skráningarkerfið

Skráningarkerfi ESB með losunarheimildir er gagnagrunnur þar sem haldið er utan um eignarhald losunarheimilda, úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og árlegt uppgjör vegna losunar ársins áður. 

Þar geta bæði fyrirtæki og einstaklingar átt reikninga og geymt heimildir sem eru í þeirra eigu. 

Kerfið virkar á svipaðan hátt og netbanki, nema í stað peninga eru þar losunarheimildir sem hægt er að millifæra á milli reikninga samkvæmt samningum sem eiga sér stað utan skráningarkerfisins. 

Nánar um skráningarkerfið

Hvað er CBAM?

Með innleiðingu aðlögunarkerfis við landamæri vegna kolefnis  (e. Carbon border adjustment mechanism – CBAM) mun úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til fyrirtækja sem eru talin viðkvæm fyrir kolefnisleka fasast út.

Til að byrja með mun það ná til framleiðslu á járni, stáli, áli og tilbúnum áburði en búist við að það nái til fleiri geira á næstu árum.

Kerfið leggur sérstakt kolefnisgjald á innflutning þessara vara. Gjaldið byggist á því hversu mikið er losað við framleiðslu varanna og verði á losunarheimildum í ETS-kerfinu.

Úthlutun endurgjaldslausra heimilda lækkar árlega frá 2026 til 2034 þegar hún verður að fullu aflögð.

Nánar um iðnað í ETS-kerfinu

Var efnið hjálplegt?

Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800