Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Skráningarkerfi með losunarheimildir

Í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfi)

Hvað er skráningarkerfið?

Skráningarkerfi ESB með losunarheimildir er gagnagrunnur þar sem haldið er utan um eignarhald losunarheimilda, úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og árlegt uppgjör vegna losunar ársins áður.

Þar geta bæði fyrirtæki og einstaklingar átt reikninga og geymt heimildir sem eru í þeirra eigu.

Kerfið virkar á svipaðan hátt og netbanki, nema í stað peninga eru þar losunarheimildir sem hægt er að millifæra á milli reikninga samkvæmt samningum sem eiga sér stað utan skráningarkerfisins.

Úthlutun og uppgjör losunarheimilda

Fyrir 30. júní ár hvert fá þeir rekstraraðilar og flugrekendur sem eiga rétt á endurgjaldslausum losunarheimildum úthlutað fyrir yfirstandandi ár. Í síðasta lagi 30. september ár hvert þurfa svo þeir rekstraraðilar og flugrekendur sem falla undir ETS kerfið að gera upp losun ársins á undan í skráningarkerfi með losunarheimildir.

Úthlutanir og uppgjör á losunarheimildum eru skráðar í viðskiptadagbók ESB.

Hverjir eiga reikning?

Fyrirtæki sem falla undir ETS-kerfið þurfa að eiga sérstakan vörslureikning í kerfinu.

Vottunaraðilar þurfa að vera skráðir í skráningarkerfið til að staðfesta raunverulega losun þeirra fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Ekki er hægt að geyma losunarheimildir á reikningum vottunaraðila.

Auk þess geta aðrir einstaklingar og lögaðilar átt viðskiptareikning og tekið þátt í viðskiptum með losunarheimildir.

Reikningshafar geta keypt heimildir á uppboðum, í kauphöllum, eða með beinum samningum við aðra eigendur.

Hvernig er kerfið byggt upp?

Skráningarkerfið samanstendur af:

  • skráningarkerfum allra aðildarríkja EES
  • viðskiptadagbók Evrópusambandsins (EUTL – EU Transaction Log), sem heldur utan um öll viðskipti


Viðskiptadagbókin samþykkir allar millifærslur og tryggir að bókhaldið sé rétt, líkt og bankakerfi heldur utan um fjárhagsreikninga.

Í viðskiptadagbókinni eru upplýsingar um raunverulega losun fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið birtar, sem og upplýsingar um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og uppgjör vegna losunar.

Hvað er skráð í kerfinu?

Kerfið heldur utan um:

  • eignarhald losunarheimilda
  • úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda
  • millifærslur milli reikninga
  • vörslureikninga allra rekstraraðila, flugrekenda og skipafélaga sem heyra undir ETS
  • skráningu vottunaraðila í skráningarkerfið
  • viðskiptareikninga aðila sem falla ekki undir ETS-kerfið
  • millifærslur milli reikninga
  • vottaða árlega losun gróðurhúsalofttegunda
  • árlegt uppgjör losunarheimilda þar sem fyrirtæki sem falla undir ETS-kerfið skila heimildum sem samsvara raunverulegri losun síðasta árs

Ísland og skráningarkerfið

Ísland hefur verið aðili að skráningarkerfinu frá 2012.
Sækja má um stofnun reiknings í kerfinu á vef Umhverfis- og orkustofnunar. Umsóknarferlið felur í sér:

  1. Skráningu á vefsíðu kerfisins.
  2. Afhendingu nauðsynlegra skjala til Umhverfis- og orkustofnunar.


Reikningshafar bera ábyrgð á eigin viðskiptum.

Verð, fjöldi heimilda og dagsetningar viðskipta eru samningsatriði milli aðila, án afskipta Umhverfis- og orkustofnunar. Fjárhagsleg viðskipti fara fram utan kerfisins, en skráningarkerfið heldur utan um eignarhald og færslur.

Gjöld

Gjöld vegnastofnun reikninga og árgjalda eru samkvæmt gjaldskrá Umhverfis- og orkustofnunar.

Var efnið hjálplegt?

Hjálpaðu okkur að bæta gæði efnisins

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800