Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Kerfisáætlun 2025-2034

Raforkueftirlitinu barst þann 2. september 2025 kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2025 -2034 til formlegrar meðferðar. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. b. raforkulaga nr. 65/2003 hefur Raforkueftirlitið það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.

Raforkueftirlitið skal við yfirferð kerfisáætlunar hafa samráð við alla núverandi og væntanlega viðskiptavini flutningsfyrirtækisins sbr. 2. mgr. 8. gr. raforkulaga í opnu og gagnsæju samráðsferli.

Af þessu tilefni vill Raforkueftirlitið bjóða viðskiptavinum Landsnets og væntanlegum viðskiptavinum fyrirtækisins að koma á framfæri umsögnum vegna kerfisáætlunar 2025-2034.

Þeir aðilar sem telja sig vera væntanlega viðskiptavini flutningsfyrirtækisins skulu rökstyðja það sérstaklega. Raforkueftirlitið metur hvort aðili hafi sýnt fram á með fullnægjandi hætti að hann geti talist væntanlegur viðskiptavinur flutningsfyrirtækisins.

Raforkueftirlitið hefur sent auglýsingu í Lögbirtingablaðið og er frestur til þess að koma á framfæri athugasemdum vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034 er fjórar vikur frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði sbr. 3. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 870/2016 um kerfisáætlun fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku. Eftir þann tíma mun Raforkueftirlitið birta þær umsagnir sem eftirlitinu berast vegna málsins á heimasíðu Raforkueftirlitsins. Þá verður Landsneti boðið að koma á framfæri athugasemdum vegna framkominna umsagna.

Fleiri fréttir

Skoða
16. september 2025
Raforkukostnaður og raforkuöryggi 2025 og 2026
Önnur útgáfa Raforkuvísa fyrir árið 2025 er nú komin út.  Þar kemur meðal annars fram að staða og horfur raforkuöryggis á fjórða ársfjórðungi 2025 og fyrsta ársfjórðungi 2026 hafa batnað samkvæmt nýjustu greiningum á orkujöfnuði, miðað við fyrri útgáfu sem birt var í apríl 2025. Þróun gjaldskráa raforkufyrirtækja Í fyrsta sinn birtir Raforkueftirlitið yfirlit yfir þróun gjaldskráa sérleyfisfyrirtækja og smásala í Raforkuvísum. Þar má sjá breytingar á dreifi- og flutningsgjöldum frá 2017 til 2025, bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. Einnig er sýnd þróun smásöluverðs allt frá árinu 2005 til dagsins í dag. Helstu niðurstöður eru: Smásöluverð: Lægsta skráða smásöluverð í ágúst hækkaði um 35% milli ára á verðlagi hvers árs. Dreifigjöld: Dreifigjöld dæmigerðra heimila í ágúst, með notkun 4.500 kWh/ári , hækkuðu um 5% milli ára á verðlagi hvers árs. Flutningsgjöld til almennra notenda: Hækkuðu um 23% á milli ára á verðlagi hvers árs. Flutningsgjöld til stórnotenda: Hækkuðu um 27% frá fyrra ári á verðlagi hvers árs. Jöfnunarorkuverð – ný framsetning Birting upplýsinga um jöfnunarorkuverð hefur tekið verulegum breytingum. Jöfnunarorka, sem er hæsta heildsöluverð raforku og vísir að um markaðsjafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, er nú sýnd í verðbilum (kr/kWh) þar sem gefið er til kynna hvenær um er að ræða niðurreglun, jafnvægi eða uppreglun í kerfinu. Nánar til tekið lýsa verðbilin mismunandi ójafnvægi í kerfinu og þar með sýnir breytt framsetning betur ástand markaðarins. Í fyrri útgáfum var einungis  meðalverð jöfnunarorku birt, sem gaf ekki nægilega góða mynd af sveiflum sem eiga sér stað á markaðnum. Sjálfvirknivæðing gagnaöflunar Raforkueftirlitið hefur einnig hafið endurskoðun á aðferðum við gagnaöflun og skil. Umhverfis- og orkustofnun hefur þróað nýja gagnagátt sem kemur í stað Signet Transfer, með það að markmiði að sjálfvirknivæða gagnaafhendingu. Með þessum breytingum verður unnt að einfalda verklag, tryggja meiri gæði gagna til framtíðar og stytta viðbragðstíma eftirlitsins. Sjálfvirknivæðingin mun jafnframt gera Raforkueftirlitinu kleift að framkvæma fleiri greiningar, sinna eftirlitsverkefnum og ráðast í sértækar greiningar  án þess að auka álag á eftirlitsskylda aðila með endurteknum gagnabeiðnum. 
11. september 2025
Hvar eiga loftmengunarefnin upptök sín? Ný yfirlitskort 
Kortlagning á uppsprettum loftmengunarefna sýnir að losun svifryks (PM₁₀) er mest í þéttbýli og meðfram hringveginum, losun köfnunarefnisoxíðs (NOₓ) kemur einkum frá brennslu eldsneytis í farartækjum og losun ammoníaks (NH₃) er fyrst og fremst frá landbúnaði. Loftmengunarefni draga úr loftgæðum og hafa neikvæð áhrif á heilsu fólks. Loftmengunarefni eru til dæmis svifryk, köfnunarefnisoxíð (NOₓ) og þrávirk lífræn efni. Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýna hvar svifryk, köfnunarefnisoxíð og ammoníak voru losuð út í andrúmsloftið árið 2023. Kortin sýna aðeins hvaðan loftmengunin kemur en ekki hvernig hún dreifist. Kort fyrir önnur loftmengunarefni má finna í nýjustu landsskýrslu (kafli 8) um losun loftmengunarefna á Íslandi. Svifryk Svifryk getur borist í lungu fólks og fests þar með tilheyrandi heilsuskaða. Því minni sem svifryksagnirnar eru, því dýpra ná þær í lungun. Svifryk hefur verið tengt við aukna tíðni lungnasjúkdóma, krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Kort 1 sýnir losun svifryksagna sem eru minni en 10 míkrómetrar (PM₁₀). Áhugavert er að sjá hvernig svifrykslosun fylgir að miklu leyti hringveginum en er sérstaklega mikil í þéttbýlum og þar í kringum. Kort 1: Dreifing losunar svifryksagna minni en 10 míkrómetrar (PM₁₀) árið 2023. Köfnunarefnisoxíð Köfnunarefnisoxíð (NOₓ) er ertandi fyrir öndunarfæri, eykur áhættu á öndunarfærasýkingum og getur stuðlað að astma. Köfnunarefnisoxíð (NOₓ) er samheiti yfir tvær lofttegundir, köfnunarefniseinoxíð (NO) og köfnunarefnistvíoxíð (NO₂). Loftmengun á formi köfnunarefnisoxíðs berst aðallega frá brennslu eldsneytis í skipum og bílum eins og sést á korti 2. Kort 2: Dreifing losunar köfnunarefnisoxíðs (NOₓ) árið 2023. Ammoníak Ammoníak (NH₃) er litlaus og illa lyktandi lofttegund sem veldur óþægindum og áreiti í öndunarvegi og augum. Losun ammoníaks fylgir að mestu leyti landbúnaðarlöndum eins og sést á korti 3. Kort 3: Dreifing losunar ammoníaks (NH₃) árið 2023. Kortlagning losunar loftmengunarefna Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um losun loftmengunarefna á Íslandi og tekur saman í skýrslu á hverju ári. Á fjögurra ára fresti er einnig kortlagt hvar losun þessara loftmengunarefnanna á sér stað. Þá er reynt að staðsetja uppsprettur mengunarinnar í rúðuneti fyrir Ísland. Íslandi er þá skipt niður í reiti þar sem hver reitur er 0,1 gráður á kant*. *Vegna þess að breiddargráður og lengdargráður eru ólíkar þá er hver reitur rúmir 11 km í áttina norður-suður og tæpir 5 km í austur-vestur.
2. september 2025
Nýtt hlutverk – 58% meiri afköst í leyfisveitingum 
Við sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar síðustu áramót tók nýtt leyfateymi við flestum helstu leyfisveitingum í atvinnulífinu.   Þrátt fyrir umrót við sameiningu stofnananna hefur teyminu tekist að ná fram frábærum árangri á fyrsta starfsárinu. Á fyrri helming þessa árs hefur Umhverfis- og orkustofnun gefið út 34 leyfi, sem er 58% aukning í afköstum frá fyrra ári – án þess að fjölga starfsfólki.  Árangurinn skýrist af tvennu:  Sterkara teymi - eitt sameinað þrettán manna teymi getur brugðist við hratt þar sem við þar sem þörfin er mest.  Styttri boðleiðir – einfaldari mál fara nú hraðar í gegnum teymið, á meðan stærri og flóknari mál eru tekin fyrir af forstjóra.  Að auki hefur verið lögð áhersla á gæðamál í nýju stofnuninni. Það hafa verið gerðir nýir verkferlar, eldri verkferlar hafa verið uppfærðir og starfsfólk nýtir nýja gátlista til að flýta fyrir afgreiðslu leyfa.  „Við sjáum þegar mikla samlegð og mun skilvirkara ferli – en við vitum líka að fram undan er mikil vinna við að vinna niður eldri biðlista,“ segir Sverrir Aðalsteinn Jónsson, teymisstjóri í teymi leyfa og umsagna.   Sverrir Aðalsteinn Jónsson, teymisstjóri í teymi leyfa og umsagna.   Fjölbreytt verkefni fyrir atvinnulífið og umhverfið  Teymi leyfa og umsagna sinnir fjölbreyttum verkefnum. Teymið veitir meðal annars:  Leyfi fyrir notkun á erfðabreyttum lífverum  Nýtingarleyfi (fyrir jarðhita, grunnvatni og jarðefnum)  Rannsóknarleyfi (fyrir jarðhita, grunnvatni og jarðefnum)  Starfsleyfi  Virkjunarleyfi  Teymið gefur út einnig út bráðabirgðaheimildir og skrifar lögbundnar umsagnir við mat á umhverfisáhrifum og við gerð skipulagstillagna. Oft er leitað til Umhverfis- og orkustofnunar eftir umsögnum um fjölbreytt umhverfismál og þar spilar teymið stórt hlutverk.   Afgreiðsla leyfa ekki sama og leyfisveiting  Teymi leyfa og umsagna afgreiðir leyfisumsóknir frá atvinnulífinu og í sumum tilfellum er leyfisumsóknum hafnað. Aukin afköst í leyfisveitingum þýðir ekki að slakað sé á kröfum á fyrirtækin sem sækja um, þvert á móti með skilvirkara ferli er hægt að tryggja gæði og vönduð vinnubrögð.    Markmiðið er skýrt: Að gera leyfisferlið einfaldara, gagnsærra og skilvirkara – til bóta bæði fyrir atvinnulífið og umhverfið. 
27. ágúst 2025
Nýjar bráðabirgðatölur: Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 2024 
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst um 1,4% milli 2023 og 2024. Losunin var 11,0 milljón tonn af CO₂ -ígildum (CO₂-íg.) árið 2024. Frá árinu 2005 hefur losunin aukist um 6,6%. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Samfélagslosun Samfélagslosun Íslands var 2,9 milljón tonn CO₂-íg. árið 2024 og jókst um 2,0% milli 2023 og 2024. Frá árinu 2005 hefur samfélagslosun hins vegar dregist saman um 7,9%.  Breyting í losun milli 2023 og 2024 má að mestu rekja til aukinnar losunar frá jarðvarmavirkjunum og meiri eldsneytisnotkunar fiskiskipa, fiskimjölsverksmiðja og vegna raforkuframleiðslu. Á sama tíma dró þó úr losun í nokkrum undirflokkum samfélagslosunar, meðal annars vegna minni eldsneytisnotkunar í vegasamgöngum, minni losunar vegna kælimiðla og urðunar úrgangs.  Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfi)  Losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi sem fellur undir ETS-kerfið var 1,9 milljón tonn CO₂-íg. árið 2024 og jókst um 4,2% milli 2023 og 2024.   Losun frá flugstarfsemi sem fellur undir ETS-kerfið og undir umsjón íslenskra stjórnvalda var 0,63 milljón tonn CO₂-íg. og jókst um 3,2% milli ára.  Losun frá sjóflutningum sem falla undir ETS-kerfið og undir umsjón íslenskra stjórnvalda var 0,088 milljón tonn CO₂-íg.  Af þessum þremur er það einungis losun frá staðbundnum iðnaði sem telst til heildarlosunar Íslands.  Landnotkun (LULUCF)  Losun frá landnotkun var 6,3 milljón tonn CO₂-íg. og breyttist lítið á milli ára.  Töluverðar umbætur hafa átt sér stað í mati á losun frá landnotkun.  Bráðabirgðatölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er skilað til ESB í júlí ár hvert. Þær hafa sögulega gefið góða vísbendingu um þróun losunar. Tölurnar gætu tekið einhverjum breytingum fram að lokaskilum í apríl 2026 þar sem sífellt er unnið að endurbótum á losunarbókhaldi Íslands til að auka gæði og áreiðanleika gagnanna. Síðustu lokaskil voru í apríl 2025 og má finna ítarlega samantekt á þeim gögnum í vefsamantekt um losun gróðurhúsalofttegunda.  <script src="https://code.highcharts.com/highcharts.js"></script> <script src="https://code.highcharts.com/modules/exporting.js"></script> <script src="https://code.highcharts.com/modules/export-data.js"></script> <div id="Heildarlosun-1" style="width: 100%; height: 600px"></div> <script> document.addEventListener("DOMContentLoaded", () => { Highcharts.chart("Heildarlosun-1", { chart: { type: "column", backgroundColor: "#fcfcfc", style: {fontFamily: 'Inclusive Sans',}, spacingBottom: 40, }, credits: { text: "Umhverfis- og orkustofnun", href: "https://ust.is/loft/losun-grodurhusalofttegunda/bradabirgdatolur-um-losun-grodurhusalofttegunda-2024/", position: { y: -10 }, }, title: { text: "Losun Íslands eftir skuldbindingum", }, xAxis: { categories: [ "2005", "2006", "2007", "2008", "2009", "2010", "2011", "2012", "2013", "2014","2015", "2016", "2017", "2018", "2019", "2020", "2021", "2022", "2023", "2024", "2025", "2026", "2027", "2028", "2029", "2030", "2031", "2032", "2033", "2034", "2035", "2036", "2037", "2038", "2039", "2040", "2041", "2042", "2043", "2044", "2045", "2046", "2047", "2048", "2049", "2050", "2051", "2052", "2053", "2054", "2055" ], labels: { rotation: -90, style: { fontSize: '10px' } }, }, yAxis: { title: { text: "Losun gróðurhúsalofttegunda (þús. tonn CO₂-íg.)", }, stackLabels: { enabled: false, style: { fontWeight: "bold" }, }, labels: { formatter: function () { return this.value; }, style: { fontSize: '10px' } }, }, legend: { align: "right", x: -30, verticalAlign: "top", y: 5, floating: false, backgroundColor: Highcharts.defaultOptions.legend.backgroundColor || "white", borderColor: "white", borderWidth: 1, shadow: false, itemStyle: { fontSize: '12px', fontWeight: 'normal' } }, tooltip: { headerFormat: "<b>{key}</b><br/>", pointFormat: "{series.name}: <b>{point.y:.0f}</b> þús. tonn CO₂-íg.<br/>Heildarlosun: <b>{point.stackTotal}</b> þús. tonn CO₂-íg.", }, plotOptions: { column: { stacking: "normal", dataLabels: { enabled: false, }, }, }, series: [ { name: "Innanlandsflug (CO₂)", data: [26, 28, 22, 26, 22, 21, 20, 21, 20, 20, 20, 23, 23, 25, 28, 13, 21, 24, 22, 20, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0], color: "#5B4346", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "Innanlandsflug (CO₂) (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "ETS staðbundinn iðnaður", data: [853, 1274, 1415, 1931, 1764, 1783, 1681, 1755, 1771, 1745, 1802, 1775, 1852, 1847, 1788, 1752, 1828, 1875, 1813, 1889], color: "#FF7A64", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "ETS staðbundinn iðnaður (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "Samfélagslosun", data: [3215, 3349, 3520, 3381, 3250, 3136, 3028, 2946, 2936, 2985, 2998, 2981, 2985, 3052, 2966, 2814, 2868, 2877, 2809, 2864], color: "#338DE9", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "Samfélagslosun (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "Landnotkun", data: [6268, 6321, 6226, 6270, 6325, 6300, 6279, 6284, 6285, 6279, 6270, 6253, 6226, 6214, 6229, 6250, 6257, 6243, 6247, 6269], color: "#00BDA2", events: { legendItemClick: function () { const chart = this.chart; const target = chart.series.find(s => s.name === "Landnotkun (WEM)"); if (target) { target.setVisible(!target.visible); } return false; } } }, { name: "Innanlandsflug (CO₂) (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 25, 25, 25, 25, 24, 24, 24, 24, 23, 23, 22, 21, 19, 18, 15, 13, 11, 8, 6, 5, 3, 2, 2, 1, 1, 1, 0, 0, 0, 0, 0], color: "#DED9DA", showInLegend: false, visible: true }, { name: "ETS staðbundinn iðnaður (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 1809, 1928, 1927, 1928, 1927, 1927, 1928, 1928, 1928, 1928, 1928, 1933, 1931, 1931, 1931, 1932, 1931, 1931, 1930, 1931, 1930, 1930, 1929, 1930, 1929, 1929, 1928, 1929, 1928, 1927, 1927], color: "#FFDDD8", showInLegend: false, visible: true }, { name: "Samfélagslosun (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 2686, 2606, 2571, 2491, 2450, 2403, 2339, 2295, 2254, 2191, 2105, 2025, 1944, 1865, 1785, 1703, 1623, 1552, 1486, 1431, 1374, 1322, 1271, 1224, 1179, 1141, 1108, 1076, 1046, 1019, 993], color: "#D6E8FB", showInLegend: false, visible: true }, { name: "Landnotkun (WEM)", data: [0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 6250, 6228, 6204, 6180, 6150, 6126, 6095, 6065, 6032, 6004, 5983, 5955, 5957, 5926, 5889, 5854, 5804, 5753, 5694, 5630, 5569, 5497, 5422, 5349, 5269, 5184, 5091, 5009, 4918, 4828, 4743 ], color: "#CCF2EC", showInLegend: false, visible: true }, ] }); }); </script> Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá 2005 til 2055, skipt eftir skuldbindingum. Grafið sýnir sýnir sögulega losun til og með 2024 og framreiknaða losun frá 2025.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800