Vinsamlegast athugaðu að vefurinn er í vinnslu. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Loftslagsdagurinn 1. október 2025 – Takið tímann frá

Loftslagsdagurinn
Losunarbókhald
Chanee Jónsdóttir Thianthong flytur fyrirlestur á Loftslagsdaginn 2024

Loftslagsdagurinn 2025 fer fram þann 1. október í Hörpu og beinu streymi. Takið tímann frá, skráning hefst innan tíðar.

Loftslagsdagurinn hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburðurinn á sviði loftslagsmála á Íslandi.

Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, umræðum, hugvekjum og tækifærum til að blanda geði.

Kynning á nýjustu tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verður á sínum stað ásamt öðrum spennandi viðfangsefnum sem tengjast loftslagsmálum.

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

  • Almenning
  • Atvinnulífið
  • Stjórnvöld
  • Vísindasamfélagið
  • Nemendur
  • Fjölmiðla

Sjáumst í Hörpu 1. október.

Heimasíða Loftslagsdagsins

Viðburðurinn á Facebook

Umfjöllun um Loftslagsdaginn 2024

Tengt efni

Fleiri fréttir

Skoða
8. júlí 2025
Nýjungar á vefnum
Í upphafi árs tók Umhverfis- og orkustofnun við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Samhliða því var nýr vefur, uos.is, settur í loftið til að halda utan um sameiginleg málefni stofnunarinnar. Við höfum nú stigið næsta skref í vefþróuninni með uppfærðum og endurbættum vef sem býður upp á ýmsar gagnlegar nýjungar, auk þess sem hann hefur fengið ferskt útlit og nútímalegri ásýnd. Vinnan fór fram í samstarfi við vefstofuna Visku. Meðal helstu nýjunga: Yfirlit efnis tengt stofnuninni – þú getur nálgast allt okkar efni á einum stað, jafnvel þótt megnið af því sé vistað enn um sinn á vefum forvera okkar. Heildstæð leit – þú getur leitað í fréttum, opinberum birtingum og öðru efni á vefnum, auk þess sem við vísum í efni af öðrum vefum stofnunarinnar. Samskiptaform – ef þú átt erindi við stofnunina hvetjum við þig til að nota þar til gert form á vefnum, sem hjálpar þér við að koma erindinu í réttar hendur. Viðburðayfirlit – allar helstu upplýsingar um viðburði á vegum stofnunarinnar má nú finna á einum stað. Staða loftgæða – loftgæði í Reykjavík og á Akureyri eru sýnileg á forsíðu vefsins auk vísunar í mælistöðvar um land allt. Vefurinn er annars í stöðugri þróun og við tökum fagnandi ábendingum um það sem mætti bæta. Efni á vefum forvera okkar verður svo fasað út á næstu mánuðum og fær þá nýtt heimili á vef stofnunarinnar.
Um stofnunina
8. júlí 2025
Styrkir til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum
Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til kaupa á hreinorku vöru- og hópbifreiðum: Hreinorku vörubifreiðar (N2 eða N3) Hreinorku hópbifreið (M2 eða M3)
4. júlí 2025
Skert þjónusta 21. júlí - 1. ágúst
Á tímabilinu 21. júlí - 1. ágúst 2025 verður lágmarksþjónusta við afgreiðslu erinda hjá Umhverfis- og orkustofnun. Við hvetjum þau sem þurfa að setja erindi í farveg að gera það fyrir eða eftir þetta tímabil.
Um stofnunina
2. júlí 2025
Raforkueftirlitið birtir uppgjör tekjumarka Landsnets fyrir árið 2024
Raforkueftirlitið hefur lokið uppgjöri tekjumarka Landsnets fyrir árið 2024. Tekjumörk setja sérleyfisfyrirtækjum í flutningi og dreifingu raforku mörk varðandi leyfðar tekjur og útgjöld. Tekjuheimildir Landsnets voru vanteknar um 44.424 þús.kr. fyrir almenna notendur og ofteknar um 858.645 þús.kr. fyrir stórnotendur. Við árslok 2024 voru uppsafnaðar vanteknar tekjur Landsnets: -8,3% af tekjumörkum fyrir almenna notendur (634.195 þús.kr.) -8,5% af tekjumörkum fyrir stórnotendur (1.046.331 þús.kr.) Fyrir almenna notendur getur þetta leitt til hækkunar á flutningsgjaldi í framtíðinni í þeim tilgangi að bæta upp fyrir vanteknar tekjur. Fyrir stórnotendur er aftur á móti líklegt að flutningsgjöld lækki til þess að leiðrétta ofteknar tekjur. Markmið að tryggja skilvirkni Markmiðið með setningu viðmiðunarútgjalda er að ná fram hagræðingu og skilvirkni í rekstri sérleyfisfyrirtækjanna. Á hverju ári fer svo fram uppgjör fyrir nýliðið ár þar sem bókhald sérleyfisfyrirtækja er borið saman við sett tekjumörk. Bókhald vegna tekjumarka fylgir raforkulögum en er þó að miklu leyti hliðstætt ársreikningum sérleyfisfyrirtækjanna. Setning tekjumarka 2021-2025 Tekjumörk miðast nú við setningu tekjumarka 2021-2025 sem eru meðaltal útgjalda á tímabilinu 2015-2019, uppfærð með vísitölu neysluverðs og launavísitölu ásamt afskriftum og leyfðri arðsemi af fastafjármunum og veltufjármunum. Gjaldskrár raforkuflutnings, sem notendur greiða, taka annars vegar mið af tekjumörkum og hins vegar kerfisþjónustu og flutningstöpum. Ný setning tekjumarka fyrir flutningsfyrirtækið tekur gildi 15. september 2025 og mun byggja á meðaltal útgjalda flutningsfyrirtækisins á tímabilinu 2020-2024. Greining á skilvirkni í vinnslu Raforkueftirlitið vinnur að greiningu á skilvirkni flutningsfyrirtækisins. Niðurstaða þess verður grundvöllur að ákvörðun að mögulegri hagræðingarkröfu sem yrði síðar innleidd í setningu tekjumarka flutningsfyrirtækisins.  
Raforkueftirlitið

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík