Til baka
28 mars 2025
Loftslagsdagurinn 1. október 2025 – Takið tímann frá

Loftslagsdagurinn 2025 fer fram þann 1. október í Hörpu og beinu streymi. Takið tímann frá, skráning hefst innan tíðar.
Loftslagsdagurinn hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburðurinn á sviði loftslagsmála á Íslandi.
Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, umræðum, hugvekjum og tækifærum til að blanda geði.
Kynning á nýjustu tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi verður á sínum stað ásamt öðrum spennandi viðfangsefnum sem tengjast loftslagsmálum.
Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:
- Almenning
- Atvinnulífið
- Stjórnvöld
- Vísindasamfélagið
- Nemendur
- Fjölmiðla
Sjáumst í Hörpu 1. október.