Til baka

25. júní 2025

Stjórnvaldssekt lögð á Bláfugl ehf.

Bluebird Cargo flugvél

Mynd: Alan Lebeda – Wikimedia Commons

Umhverfis- og orkustofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á flugfélagið Bláfugl ehf. að upphæð 125.623.520 króna vegna vanrækslu flugrekandans á að standa skil á nægjanlegum fjölda losunarheimilda vegna losunar á árinu 2023.

Fjárhæð stjórnvaldssektarinnar er lögbundin og samsvarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO₂ jafngildir einni losunarheimild.

Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum sem að uppá vantaði vegna losunar á árinu 2023.

Um ákvörðunina

Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, flugi og skipaflutningum.

Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2023 var 30. september 2024. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn ekki staðið skil á nægjanlegum fjölda losunarheimilda miðað við losun á árinu 2023. Upp á vantaði 8.336 losunarheimildir.

Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við 1. mgr. 30. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.  

Bláfugl ehf. hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar.

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Hafa samband

Netfang: uos@uos.isSími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 700924-1650

Persónuvernd og öryggi á vefnum