Til baka
5. maí 2025
Ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir Carbfix hf. á Hellisheiði og undanþága
Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir Carbfix hf. á Hellisheiði fyrir geymslu koldíoxíðs í jörðu. Rekstraraðili hefur heimild til að taka á móti og geyma í jarðlögum allt að 106.000 t/CO2 á ári, samtals 3.180.000 t/CO2 yfir 30 ára tímabil, á geymslusvæði sem staðsett er að jarðhitasvæðinu á Hellisheiði.
Tillaga að nýju starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 28. febrúar til og með 28. mars 2025 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu.
Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Ákvörðun Umhverfis – og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustu hætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.
Tengd skjöl