Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm ehf. í Arnarfirði. Í breytingunni felst að heimila rekstraraðila eldi á eldissvæði í Trostansfirði. Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst frá 10. október til og með 10. nóvember sl. og hægt var að senda inn athugasemdir við tillöguna á sama tímabili. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.





