Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um veitingu bráðabirgðaheimildar fyrir Al Álvinnslu ehf. til reksturs á nýjum vinnsluferli í verksmiðju þeirra að Klafastaðaveg 4 á Grundartanga.
Áform um veitingu bráðabirgðaheimildarinnar voru auglýst frá 22. janúar til og með 27. janúar sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfis- og orkustofnunar.





