Umhverfis- og orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi fyrir veitingu Austurkvíslar Þjórsárkvísla í fyrri farveg með vísan til 75. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Ákvarðanir Umhverfis- og orkustofnunar er snerta mannvirkjagerð eða aðrar framkvæmdir sem fjallað er um í VI. kafla vatnalaga sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 4. mgr. 143. gr. vatnalaga. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.





