Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um að fella starfsleyfi Öggs ehf. úr gildi. Fyrirtækið rak landeldisstöð að Kjarvalsstöðum í Hjaltadal en starfsleyfið var gefið út þann 17. maí 2023. Fyrirtækið sótti um niðurfellingu starfsleyfis en engin starfsemi er lengur í stöðinni.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um niðurfellingu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar, skv. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.







