Vefurinn er í stöðugri þróun. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Nýtingarleyfi Landsvirkjunar á Þeistareykjum

Nýtingarleyfi
Landsvirkjun

Umhverfis- og orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun nýtingarleyfi á jarðhita á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu.

Nýtingarheimildir eru auknar frá fyrra leyfi vegna stækkunar Þeistareykjastöðvar úr 100 MW í 180 MW, og eru þær nú 28,5 PJ/a (verg frumorka) og 15 Tg/a (vökvi úr jarðhitageymi). Nýtingarleyfið tekur þegar gildi og gildir til 6. mars 2074.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um útgáfu nýtingarleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina skv. 2. mgr. 33. gr. auðlindalaga og sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl

Umsókn um nýtingarleyfi stækkunar Þeistareykja

Nýtingarleyfi á jarðhita á Þeistareykjum

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík