Til baka

30. júní 2025

Nýtingarleyfi Suðurdals ehf. á Folaldahálsi

Umhverfis- og orkustofnun hefur veitt Suðurdal ehf. nýtingarleyfi á jarðhita á Folaldahálsi í sveitarfélaginu Grímsnes- og Grafningshreppi, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu.

Með nýtingarleyfi er leyfishafa heimilt að nýta jarðhita allt að 1,67 PJ á ári (frumorka). Nýtingarleyfið tekur þegar gildi og gildir til 26. júní 2055.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um útgáfu nýtingarleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina skv. 2. mgr. 33. gr. auðlindalaga og sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fylgiskjöl:

Nýtingarleyfi á jarðhita á Folaldahálsi í Grímsnes- og  Grafningshrepp

Nýtingarleyfisumsókn Folaldahálsi

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Hafa samband

Netfang: uos@uos.isSími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 700924-1650

Persónuvernd og öryggi á vefnum