Umhverfis- og orkustofnun auglýsir tillögu að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm ehf. í Arnarfirði.
Rekstraraðili hefur starfsleyfi í gildi fyrir kynslóðaskiptu eldi á tveimur svæðum í Arnarfirði, eldissvæði í Lækjarbót og eldissvæði í Hvestudal, með að hámarki 4.000 tonna lífmassa á hverjum tíma. Í breytingunni felst að heimila rekstraraðila eldi á eldissvæði í Trostansfirði. Breytingin felur ekki í sér aukið umfang.
Að auki hefur stofnunin óskað eftir breytingu á vöktunaráætlun rekstraraðila að því leyti að hún taki einnig til vöktunar á og við eldissvæðið í Trostansfirði.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun á uos@uos.is, merktar UOS2505057.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. nóvember 2025.