Umhverfis- og orkustofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Guðlaug H Kristmundsson, áður Lækjarbotnableikju.
Um er að ræða eldi á allt að 20 tonnum af bleikjum að Lækjarbotnum í Rangárþingi ytra. Rekstraraðili hefur haft starfsleyfi fyrir eldi á þessum stað sem gilti til 15. janúar 2025. Þann 14. janúar 2025 var starfsleyfið framlengt og gildir framlengingin þar til nýtt starfsleyfi er gefið út eða í síðasta lagi til 15. janúar 2026. Engin breyting er fyrirhuguð á umfangi eða eðli starfseminnar önnur en sú að rekstraraðili ætlar að setja upp setþró til að hreinsa frárennsli.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun á uos@uos.is, merktar UOS2506228.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 23. desember 2025.





