Umhverfis- og orkustofnun hefur veitt Samherja Fiskeldi ehf. leyfi til nýtingar jarðsjávar allt að 7.500 lítrum á sekúndu á Kalmanshrauni 1 í sveitarfélaginu Reykjanesbær fyrir fiskeldisstöð fyrirtækisins, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um útgáfu nýtingarleyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfis- og orkustofnunar skv. 2. mgr. 33. gr. auðlindalaga og sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.







