Orkubú Vestfjarða, kt. 660877-0299, óskaði með bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar, dagsettu 18. júlí 2025, eftir virkjunarleyfi og heimild til breytingar á vatnshlotum vegna Kvíslatunguvirkjunar í Strandabyggð.
Um er að ræða allt að 9,9 MW vatnsaflsvirkjun sem felur í sér nýtingu vatns sem nú fellur í Selá, að mestu um Þjóðbrókargil og í minna mæli um Svartagil og Afréttargil. Gert er ráð fyrir gerð inntakslóns við Efri-Kotvötn og miðlunarlóns við Svartagilsvatn ásamt byggingu stöðvarhúss og lagningu vega.
Umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. um heimild til breytingar á vatnshlotum (Svartagilsvatn (101-998-L), Efri-Kotvötn (án skilgreinds númers) og Þjóðbrókargils (101-433-R)) samkvæmt 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála verður afgreidd sem hluti af umsókn um virkjunarleyfi, sbr. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Í samræmi við 4. mgr. 34. gr. raforkulaga nr. 65/2003 og þeim sjónarmiðum sem liggja að baki lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, er þeim er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum eigi síðar en 12. janúar 2026.
Skriflegum athugasemdum má koma á framfæri við Umhverfis- og orkustofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, netfang: uos@uos.is og vísa skal í málsnúmerið UOS2508033.
Fylgiskjöl:
03 Rennslismælingar og stærð virkjunar
09 Afrit af staðfestu aðalskipulagi
10 Afrit af staðfestu deiliskipulagi
11 Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar
13 Yfirlýsing banka um fjármögnun
15 Áhrifamat og umsókn um breytingu á vatnshlotum





