Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Umsókn Orkubús Vestfjarða um virkjunarleyfi og heimild til breytingar á vatnshloti vegna Kvíslatunguvirkjunar

Orkubú Vestfjarða, kt. 660877-0299, óskaði með bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar, dagsettu 18. júlí 2025, eftir virkjunarleyfi og heimild til breytingar á vatnshlotum vegna Kvíslatunguvirkjunar í Strandabyggð. 

Um er að ræða allt að 9,9 MW vatnsaflsvirkjun sem felur í sér nýtingu vatns sem nú fellur í Selá, að mestu um Þjóðbrókargil og í minna mæli um Svartagil og Afréttargil. Gert er ráð fyrir gerð inntakslóns við Efri-Kotvötn og miðlunarlóns við Svartagilsvatn ásamt byggingu stöðvarhúss og lagningu vega. 

Umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. um heimild til breytingar á vatnshlotum (Svartagilsvatn (101-998-L), Efri-Kotvötn (án skilgreinds númers) og Þjóðbrókargils (101-433-R)) samkvæmt 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála verður afgreidd sem hluti af umsókn um virkjunarleyfi, sbr. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.  

Í samræmi við 4. mgr. 34. gr. raforkulaga nr. 65/2003 og þeim sjónarmiðum sem liggja að baki lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, er þeim er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum eigi síðar en 12. janúar 2026. 

Skriflegum athugasemdum má koma á framfæri við Umhverfis- og orkustofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, netfang: uos@uos.is og vísa skal í málsnúmerið UOS2508033.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800