Merki Umhverfis- og orkustofnunar

Umsókn um starfsleyfi – Arctic Sea Farm ehf.

Umhverfis- og orkustofnun hefur móttekið umsókn Arctic Sea Farm ehf. um starfsleyfi fyrir allt að 200 tonna sjókvíaeldi á regnbogasilungi og bleikju í Önundarfirði.

Umhverfis- og orkustofnun hefur farið yfir umsóknina og metið hana fullnægjandi. Á næstunni verður unnin tillaga að nýju starfsleyfi og verður hún auglýst opinberlega í fjórar vikur.

Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu á starfsleyfinu verður tekin.

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, IS-603

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, IS-108

Selfoss

Austurvegur 20, IS-800