Umhverfis- og orkustofnun hefur móttekið umsókn Nesbúeggja ehf. fyrir eldi á 65.000 varphænum á Vatnsleysuströnd.
Umhverfis- og orkustofnun hefur farið yfir umsóknina og metið hana fullnægjandi. Á næstunni verður unnin tillaga að nýju starfsleyfi og verður hún auglýst opinberlega í fjórar vikur.
Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu á starfsleyfinu verður tekin.





