Til baka
3 febrúar 2025
Útgáfa á starfsleyfi fyrir Reykjanesbæ, Njarðvíkurheiði
Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir Reykjanesbæ.
Starfsleyfið gerir ráð fyrir móttökustöð, geymslusvæði og urðunarstað fyrir óvirkan úrgang á Njarðvíkurheiði. Urðunarstaðurinn er staðsettur á Njarðvíkurheiði, nánar tiltekið 1 km sunnan við Reykjanesbraut og í 1,3 km fjarlægð frá næstu byggð, Innri Njarðvík. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að rekstraraðila sé heimilt að taka á móti og urða að hámarki 15.000 tonn á ári af óvirkum úrgangi. Áætlað er að í heildina verði hægt að urða u.þ.b. 230.000 m3 af óvirkum úrgangi innan urðunarstaðarins.
Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á á tímabilinu 16. desember 2024 til og með 20. janúar 2025 og hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar á sama tímabili. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustu hætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.
Tengd sköl: