Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á endurskoðuðu og breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi.
Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 10. nóvember til og með 8. desember 2025 þar sem hægt var að senda inn athugasemdir vegna hennar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Starfsleyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2035.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.





