Til baka

5. maí 2025

Útgáfa á starfsleyfi Nordic Fish Leather

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir Nordic Fish Leather ehf., 460 Tálknafirði. Rekstraraðila er heimilt að hreinsa og súta 15 tonn af fiskroði á ári.
Tillaga að nýju starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 24. mars til og með 22. apríl 2025 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar athugsemdir bárust við auglýsta tillögu.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl
Starfsleyfi Nordic Fish Leather ehf.

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Hafa samband

Netfang: uos@uos.isSími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 700924-1650

Persónuvernd og öryggi á vefnum