Til baka

12 mars 2025

Útgáfa á leyfi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera, í húsnæði rekstraraðila að Keldnavegi 3, 110 Reykjavík.

Um er að ræða leyfi fyrir afmarkaðri notkun erfðabreyttra örvera af flokki 1 og 2, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Nánari upplýsingar má finna í greinargerð með leyfinu.

Leyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerð nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 10. mars 2041.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið.

Umhverfis- og orkustofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfis- og orkustofnunar er varða veitingu leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar, skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl:
Leyfi með greinargerð
Umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur
Umsögn Vinnueftirlitsins

Við erum á samfélagsmiðlum

Facebook merki

Umhverfis- og orkustofnun

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

--

Rangárvellir 2, hús 8

603 Akureyri

Hafa samband

Netfang: uos@uos.is

Sími: 569 6000

Opið fyrir símtöl milli kl. 8:30 og 15 alla virka daga

Kennitala: 7009241650