Vinsamlegast athugaðu að vefurinn er í vinnslu. Ef þú sérð eitthvað sem mætti betur fara, þá máttu láta okkur vita.

Útgáfa á nýtingarleyfi fyrir Hornafjarðarhöfn vegna dýpkunar á Grynnslunum

Nýtingarleyfi

Umhverfis- og orkustofnun hefur veitt Hornafjarðarhöfn leyfi til efnistöku á allt að 250.000 rúmmetrum á Grynnslunum við Hornafjörð vegna dýpkunar á innsiglingunni í samræmi við lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Afmörkun efnistökusvæðisins má finna í leyfinu hér að neðan.

Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um útgáfu leyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfis- og orkustofnunar skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:

Nýtingarleyfi – Hornafjarðarhöfn, efnistaka á Grynnslunum

Kennitala: 700924-1650

Akureyri

Rangárvellir 2, hús 8, 603 Akureyri

Reykjavík

Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík